fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Haldið föngnum af sjóræningjum í fjögur ár: 26 skipverjum bjargað – þurftu að borða rottur

„Við þurftum að borða það sem var hendi næst. Þar á meðal rottur“

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 24. október 2016 09:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við þurftum að borða það sem var hendi næst. Þar á meðal rottur,“ sagði Arnel Balbero, einn þeirra tuttugu og sex sjómanna sem var haldið í gíslingu af sómölskum sjóræningjum í rúm fjögur ár. Mönnunum var sleppt úr prísundinni á dögunum en þeim var rænt í mars 2012.

Það var á laugardag sem greint var frá því að mönnunum hefði verið sleppt úr haldi eftir að fyrrverandi breskum hershöfðingja, John Steed, tókst að semja um lausn þeirra. Mennirnir tuttugu og sex eru allir frá ríkjum Suðaustur-Asíu.

Óhætt er að segja að aðstæður sem sjómennirnir bjuggu við á þessum rúmu fjórum árum hafi ekki verið upp á marga fiska og segir Balbero að margir hafi verið við það að gefa upp alla von um að geta lifað eðlilegu lífi á nýjan leik.

Í umfjöllun BBC kemur fram að mennirnir hafi verið um borð í skipinu FV Naham 3, sem skráð er á Taívan, þegar ósköpin dundu yfir í mars 2012.

Í frétt BBC kemur fram að skömmu eftir að sjóræningjarnir náðu því á sitt vald hafi það sokkið. Mönnunum var í kjölfarið komið fyrir í heimatilbúnu fangelsi í Sómalíu og segir Balbero að þar hafi sjóræningjarnir komið fram við þá eins og skepnur. Þeir fengu vatn að drekka en þurftu að mestu að sjá sjálfir um að útvega sér mat. Voru rottur meðal annars á boðstólnum sem fyrr segir.

Í umfjöllun Guardian er haft eftir einum af sjóræningjunum, Bile Hussein, að 1,5 milljónir Bandaríkjadala, rúmar 170 milljónir á núverandi gengi, hafi verið greiddar fyrir lausn mannanna. Þá hefur Guardian eftir Steed að mennirnir 26 séu allir við þokkalega heilsu, miðað við aðstæður. Einn af skipverjunum lést þegar sjóræningjarnir réðust um borð og tveir til víðbótar létust í haldi mannræningjanna.

Sjórán voru gríðarlega algeng undan ströndum Sómalíu fyrir nokkrum árum, en aðgerðir til að berjast gegn sjóránum hafa skilað tilætluðum árangri á undanförnum árum. Nokkur ár eru liðin síðan sjóræningjar náðust síðast stóru skipi á sitt vald.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Í gær

Helga spurði Jón Gnarr óvæntrar spurningar sem vakti kátínu

Helga spurði Jón Gnarr óvæntrar spurningar sem vakti kátínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum