fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Píratar stærstir og Framsóknarflokkurinn upp fyrir Vinstri græn

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 27. september 2016 11:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Píratar mælast stærsti flokkur landsins og Framsóknarflokkurinn nýtur meira fylgis en Vinstri græn. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem mældi fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina. Könnun var framkvæmd dagana 20. til 26. September.

Helstu niðurstöður könnunarinnar eru að Píratar mælast með 21,6% fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn 20,6%. Viðreisn mælist með 12,3% og hækkar um 3,5 prósentustig frá síðustu könnun í ágúst. Er þetta besti árangur flokksins hingað til.

Þá vekur athygli að Framsóknarflokkurinn sem hefur verið mikið til umræðu undanfarið vegna innbyrðisátaka er með 12,2% fylgi og mælist stærri enn bæði Vinstri græn (11,5%) og Samfylking (9,3%). Björt framtíð mælist nú með 4,9% fylgi og er hæsta mæling síðan í maí. Líklega má rekja þá hækkun til þess að þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn nýjum og umdeildum búvörusamningum og hlutu nokkuð lof fyrir.

Stuðningur við ríkisstjórnina er aðeins 31,5 prósent sem er það lægsta síðan í apríl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Öryggisverðir fylgja Bjarna hvert fótmál

Öryggisverðir fylgja Bjarna hvert fótmál
Fréttir
Í gær

Par braut rúðu í fjölbýlishúsi

Par braut rúðu í fjölbýlishúsi
Fréttir
Í gær

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tommi ómyrkur í máli: Þetta er fólkið sem sagði nei – Banvænt aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar

Tommi ómyrkur í máli: Þetta er fólkið sem sagði nei – Banvænt aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi