fbpx
Laugardagur 02.mars 2024
Fréttir

Margeir Pétursson hleraði Úkraínumenn fyrir Heimi: Sat á varamannabekknum og hlustaði á skipanir þjálfarans

Tók fótboltann fram yfir skákina – Heimir Hallgrímsson beitti úthugsuðum klækjabrögðum í Kiev

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 9. september 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sennilega hafa fáir lagt jafn fjölbreytta hönd á plóg fyrir íslenskt íþróttalíf í vikunni og stórmeistarinn Margeir Pétursson. Það vakti undrun margra sem þekkja til afreka Margeirs við skákborðið og í viðskiptalífinu að sjá hann á varamannabekk íslenska landsliðsins í knattspyrnu kyrjandi íslenska þjóðsönginn fyrir leik Íslands og Úkraínu í Kiev á mánudagskvöldið.

Einstakt tækifæri til njósna

Ástæðan var úthugsuð flétta landsliðsþjálfarans Heimis Hallgrímssonar sem hvaða stórmeistari í skák yrði stoltur af. „Margeir er búinn að vera þarna úti um langt skeið og talar tungumál heimamanna. Þessi leikur var skrítinn að því leyti að engir áhorfendur voru á leiknum sökum banns sem úkraínska knattspyrnusambandið fékk vegna óláta áhorfenda í fyrri keppni. Því gafst einstakt tækifæri til þess að hlera hvað væri verið að ræða um á vellinum. Margeir sat við hliðina á Frey Alexanderssyni og sagði honum hvaða skipanir landsliðsþjálfari Úkraínu var að gefa og hvað væri verið að ræða um á bekknum,“ segir Heimir.

Íslenski landsliðsþjálfarinn er greinilega klókur með afbrigðum og greinir víða tækifærin.
Heimir Hallgrímsson Íslenski landsliðsþjálfarinn er greinilega klókur með afbrigðum og greinir víða tækifærin.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Á síður von á sömu klækjum í Zagreb

Að sögn landsliðsþjálfarans eru aðstæður á vellinum yfirleitt þannig að leikmenn heyra varla hver í öðrum, hvað þá landsliðsþjálfaranum á hliðarlínunni. Í Kiev mátti hins vegar heyra saumnál detta. „Þetta var einfaldlega dauðafæri,“ segir Heimir og hlær. Svo einkennilega vill til að sömu aðstæður verða í Zagreb þegar íslenska landsliðið spilar gegn Króatíu. Þar verða áhorfendur ekki leyfðir á leikinn vegna agabanns FIFA. Heimir telur ólíklegt að sama verði uppi á teningnum í þeim leik. „Ég á síður von á því. Króatarnir finna alltaf einhverjar leiðir til þess að búa til hávaða og því finnst mér ólíklegt að það verði jafn hljóðlátt í Zagreb og var í Kiev,“ segir Heimir.

Skákmeistarinn á vettvangi sem hann þekkir betur.
Margeir Pétursson Skákmeistarinn á vettvangi sem hann þekkir betur.

Fróðleiksfúsar í Bakú

Á sama tíma og íslenska knattspyrnulandsliðið lét til sín taka í Kiev þá stóðu íslensku skáklandsliðin í ströngu á Ólympíumótinu í skák sem fram fer í Bakú, höfuðborg Aserbaídsjan. Margeir hafði ráðgert að gera sér ferð þangað sem „skáktúristi“ og fylgjast með þessari stærstu skákhátíð heims. Hann breytti hins vegar áformum sínum þegar kallið kom frá KSÍ og hélt ekki til Bakú fyrr en daginn eftir knattspyrnuleikinn. Hann var varla búinn að koma sér fyrir uppi á hótelherbergi sínu þegar landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins, Björn Ívar Karlsson, bað hann að ausa úr fróðleiksbrunni sínum til liðsmanna. Margeir varð glaður við því og gaf konunum ýmis heilræði á tveggja klukkustunda æfingu sem nýtast örugglega vel í framhaldinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þekkir þú þennan mann? Lögreglan vill ná af honum tali

Þekkir þú þennan mann? Lögreglan vill ná af honum tali
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ívar Örn fékk hjartastopp við handtöku og lamaðist varanlega – „Uppgjöf er ekki til í minni orðabók“

Ívar Örn fékk hjartastopp við handtöku og lamaðist varanlega – „Uppgjöf er ekki til í minni orðabók“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þetta pirrar Pútín“

„Þetta pirrar Pútín“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var rúmlega 300 kíló en svona lítur hann út í dag

Var rúmlega 300 kíló en svona lítur hann út í dag