fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Reyklausi dagurinn í dag: Þessar þjóðir reykja mest af öllum

Auður Ösp
Þriðjudaginn 31. maí 2016 10:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reyklausi dagurinn er í dag, 31 maí og er sá dagur tileinkaður baráttunni gegn reykingum. Breska Telegraph tók af því tilefni saman þau lönd heimsins þar sem mest er reykt af sígarettum og einnig þau lönd þar sem minnst er notað af tóbaki.

Íbúar þeirra landa sem lituð eru í dekkri litum á meðfylgjandi korti reykja hvað mest en eftir því sem litirnir verða ljósari minnkar tóbaksneyslan. Líkt og sjá má trónir Austur Evrópa á toppnum, rétt eins og hvað varðar áfengisneyslu.

Flestir reykingamenn eru í Montenegro þar sem hver fullorðinn einstaklingur reykir að 4.124 sígarettur á ári samkvæmt úttekt Alþjóðaheilbrigðissamtakanna frá árinu 2014. Hvíta Rússland, Líbanon, Makedónía, Rússland, Slóvenía, Belgía, Lúxemborg, Kína og Bosnía-Hersegóvína fylgja á eftir og verma tíu efstu sætin.

Þá vermir Bretland 73. sætið á listanum og Bandaríkin eru í 58.sæti.

Íbúar Gíneu geta hreykt sér af því að vera það land i heiminum þar sem minnst er reykt og það sama má segja um íbúa eyjaríkjanna í Kyrrahafi en Salómoneyjar, Kiribati og Vanuatu fylgja á hæla Gíneu á listanum yfir þau lönd þar sem tóbaksneysla er minnst. Samkvæmt umræddri úttekt eru sterk tengsl á milli efnahagslegrar velferðar og tóbaksneyslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Í gær

Helga spurði Jón Gnarr óvæntrar spurningar sem vakti kátínu

Helga spurði Jón Gnarr óvæntrar spurningar sem vakti kátínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum