fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

„Hvenær drepur maður mann?“ Fimm kenningar um andlát Sigurðar

Deilt er um það hvernig andlát Sigurðar Hólm bar að

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. janúar 2016 17:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Annar dagur réttarhaldanna yfir Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni fór meira eða minna í að tala við réttarmeinafræðinga og réttarmeinalækna. Stóra spurningin er einföld: Hvernig dó Sigurður Hólm Sigurðsson, sem fannst látinn í klefa sínum á Litla Hrauni árið 2012?

Sigurður var 49 ára gamall þegar hann lést.
Sigurður Hólm Sigurðsson Sigurður var 49 ára gamall þegar hann lést.

Það er því ekki glórulaust þegar annar sakborninganna, Börkur Birgisson, heldur á skilti sem á stendur fræg setning úr Íslandsklukkunni, „Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?“

Svarið við andláti Sigurðar er nefnilega óljóst, en fimm tilgátur eru uppi, þar af ein, sem þeir félagar eru ákærðir fyrir.

Verjendur Barkar og Annþórs telja að margt geti komið til greina. Þeir nefna til að mynda mikla fíkniefnaneyslu Sigurðar, en hann var á stórum skammti lyfja að sögn verjanda Barkar, rétt áður en hann dó.

Þannig vilja þeir meina að ekki sé hægt að útiloka hjartaáfall, þrátt fyrir að eiturefnarannsóknir sýni ekki óyggjandi niðurstöður hvað það varðar.

Komið hefur fram að Sigurður var ekki með skorpulifur, en það skiptir máli vegna þess að slík lifur stækkar miltað, og þá þarf minna afl til þess að skadda það.

Fram kom í réttarhöldunum að rétt áður en Sigurður lést, á kastaði hann upp. Af þessu leiddi sú getgáta að hann hefði kafnað í eigin ælu. Þýski réttarmeinafræðingurinn, Regína Preuss, sagði öndunarfæraveginn hafa verið auðan, og því útilokað að köfnun hafi verið banamein Sigurðar.

Réttarmeinafræðingurinn Þóra Steinunn Stephensen var svo kölluð til vitnis en hún kannaði hvort það gæti verði að Sigurður hefði fallið í klefa sínum og skaddast á milta. Framkvæmdi hún rannsóknina í eftirlíkingarklefa og fékk með sér tvo lögreglumenn til þess að aðstoða sig.

Hún lét lögreglumennina klæðast hvítum bolum og setti krítarliti á alla mögulega staði sem Sigurður gæti hafa rekið sig í, og ollið slíkum skaða án þess að sjáanlegir áverkar væru á húðinni.

Að lokum lét hún 80 kílóa dúkku falla á stól, sem gaf undan samstundis.

Við þetta gerðu verjendur nokkrar athugasemdir. Þannig var á það bent að lögreglumennirnir sem notaðir voru í rannsókninni, voru ekki jafn háir og Sigurður Hólm, sem var 185 sentímetrar á hæð. Annar lögreglumaðurinn var rúmlega 170 sentímetrar á hæð, en hinn var nær, hvað hæðina varðaði.

Þóra sagði það ekki nauðsynlegt að mennirnir væru nákvæmlega jafn háir. Þá benti verjandi Annþórs einnig á að dúkkan sem var látin falla á stólinn, var 80 kíló, ekki 70 kíló eins og Sigurður var.

Þóra sagði tíu kíló engu máli skipta, stóllinn hefði einnig gefið sig undan þunga 70 kílóa manns.

Að lokum benda verjendur á að áverka Sigurðar megi rekja til endurlífgunartilrauna. Fjórir mismunandi einstaklingar hafi reynt að endurlífga hann í 45 mínútur. Það er þekkt að rifbein brotni og jafnvel að líffæri skaddist við harkalegar aðfarir við endurlífgun.

Norskur yfirlæknir og prófessor í réttarlæknisfræði við Oslóarháskóla fyrir réttinn, en hún vann matsgerð fyrir verjendur Barkar og Annþór.

Hún hélt því fram að það væri ólíklegt að bláæðin hefði rofnað þar sem engir sjáanlegir áverkar væru á líkama Sigurðar. Hún taldi ennfremur að rofið á miltanu hafi komið til vegna lífgunartilrauna og að blóðið hefði safnast fyrir í kviðarholi við lífgunartilraunir.

Þóra benti þó á að rifbein var ekki brotið í líkama Sigurðar sem er ansi algengt, og því mætti teljast líklegt að hjartahnoð hafi ekki verði mjög harkalegt, og þá varla rifið miltað.

Þá benti Þóra, sem og Regína, á að þær höfðu aldrei fundið svo mikið magn af blóði í kviðarholi einstaklings eftir endurlífgun. Eins og DV greindi frá fyrr í dag, þá voru 700 millilítrar það mesta sem Þóra hafði séð í kviðarholi einstaklings eftir hjartahnoð. Þá voru aðfarirnar svo harkalegar að hjartað gekk á milli rifbeina.

Það sem saksóknari vill sanna er að annaðhvort Börkur eða Annþór hafi slegið eða sparkað í svæðið rétt fyrir neðan brjóstkassa, vinstra megin. Áverkarnir eru að auki nokkuð einstakir, en bláæð til miltans rifnaði, sem olli miklum innvortis blæðingum.

Það er þekkt staðreynd í réttarmeinafræðum, að miltað geti rifnað við högg, hvort sem það er eftir hnéspark, hnefahögg eða annað. Þá vildi Þóra og Regína meina að það væri ekki sjálfgefið að það væru áverkar á höggsvæðinu, og vitnuðu þær til fræðirita hvað það varðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst