fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

„Framhald mikillar víkingahefðar“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 8. júlí 2018 08:30

Bjarni Tryggvason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 7. ágúst árið 1997 var fyrsti íslenski geimfarinn, Bjarni Tryggvason, sendur á sporbaug um jörðu.

Bjarni fæddist í Reykjavík en flutti sjö ára gamall til Kanada með foreldrum sínum og er búsettur í Vancouver við Kyrrahafið. Hann var ekki aðeins fyrsti Íslendingurinn  heldur einnig fyrstur Norðurlandabúa til að ferðast út í geiminn.

Í ferðinni gerði Bjarni, sem er eðlisverkfræðingur, rannsóknir á breytingum í lofthjúpi jarðarinnar.

Hann fór með geimskutlunni Discovery frá Canaveral höfða í Flórída klukkan 14:41 og var alls tólf daga í geimnum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Guðrún Katrín forsetafrú voru meðal gesta þegar flauginni var skotið á loft.

„Við erum þjóð landkönnuða og landnema og við lítum á þetta sem framhald mikillar víkingahefðar,“ sagði Ólafur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 3 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni