fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fókus

Skotið að Ísleifi Högnasyni

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 6. október 2018 18:00

Ísleifur Högnason. Stóð við glugga þegar kúla fór í gegnum rúðuna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt þriðjudagsins 26. janúar árið 1932 var Ísleifi Högnasyni, verkalýðsleiðtoga í Vestmannaeyjum, sýnt banatilræði. Skotið var inn um glugga á heimili hans og minnstu munaði að kúlan hæfði hann. Heitar deilur voru í Vestmannaeyjum á þessum tíma í tengslum við útgerðarmál og gekk Ísleifur þar fremstur í flokki fyrir réttindum verkafólks.

Mánudagskvöldið 25. janúar bauð Ísleifur sex mönnum heim til sín eftir fund í félagi sínu og bjuggu þeir sig undir að fara klukkan eitt um nóttina. Rigning var úti, snjólaust og ekki dimmt. Ísleifur gekk um íbúðina fram hjá einum glugganum þegar skotið var frá götunni. Minnstu munaði að kúlan hæfði Ísleif og gat kom á rúðuna sem var úr svokölluðu vitagleri.

Mennirnir þorðu ekki að fara út fyrir en þegar þeir skyggndust út sáu þeir engan. Ekki heldur fundu þeir byssukúluna í herberginu. Þegar þeir loksins þorðu út sáu þeir engan fyrir utan en kölluðu til bæjarfógeta til að rannsaka málið.

Skotið var talið hafa komið úr riffli og málið rannsakað sem tilræði. Talið var að skotið hafi geigað vegna þess að tilræðismaðurinn hafi verið í töluverðri fjarlægð en auk þess var glerið í rúðunni þykkt.

Kommúnistar voru fljótir að setja atvikið í samhengi við annan fund sem var haldinn þetta kvöld í Breiðabliki. Þar komu saman stórútgerðarmenn sem voru helstu andstæðingar Ísleifs og verkalýðsfélagsins. Ekki voru hins vegar allir sammála um að tilræðið hefði átt sér stað. Hægrimenn héldu því fram að annaðhvort hefði gatið verið eftir steinvölu eða þá að Ísleifur hefði sviðsett atvikið. Ísleifur settist síðar á Alþingi fyrir Kommúnistaflokkinn og Sósíalistaflokkinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi
Fókus
Í gær

Ráðherra á von á barni

Ráðherra á von á barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“
Fókus
Fyrir 2 dögum

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“