fbpx
Laugardagur 18.maí 2024

Páll Óskar snýr aftur sem Frank-N-Furter – Rocky Horror á svið í Borgarleikhúsinu

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 2. mars 2017 12:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag bárust þær stórfréttir frá Borgarleikhúsinu og Páli Óskari Hjálmtýssyni að söngvarinn hyggðist snúa aftur sem hinn lostafulli Dr. Frank-N-Furter í uppsetningu leikhússins á Rocky Horror. Frumsýning er fyrirhuguð í mars á næsta ári.

Palli fór síðast í hlutverk doktorsins árið 1991 þegar Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð setti verkið upp í Iðnó. Leikstjóri var Kolbrún Halldórsdóttir.

Páll Óskar sem Frank-N-Furter
Transilvanískt, taumlaust, ögrandi, yndislegt – stendur á disknum sem gefinn var út með tónlistinni úr uppsetningu Palla og félaga í MH.
Hinn upprunalegi Frank-N-Furter úr kvikmyndinni, túlkaður af Tim Curry.

Páll Óskar mætti í viðtal í Popplandi á Rás 2 laust fyrir hádegið í dag og spjallaði um verkefnið.

Hann segist mjög spenntur fyrir hlutverkinu enn heil 27 ár eru síðan hann hitti Frank-N-Furter síðast. Hann efast ekki um að verkið tali inn í samfélag okkar í dag.

„Það sem gerir mig spenntan fyrir þessu hlutverki er að meðan valdamestu menn heims eru að ala á ótta gagnvart minnihlutahópum þá á Rocky Horror erindi. Sýningin er allt um lykjandi verk sem býður utangarðsfólkið svo hjartanlega velkomið. Verkið fyrir mér gengur út á þegar fríkin feisa kassalaga fólkið.“

Komum aðeins inn í tímavélina sem kölluð er Youtube og sjáum Pál Óskar í gervi Franks í þættinum Á tali hjá Hemma Gunn. Hér flytur hann lagið Taumlaus transi:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Staðfest að þessir þrír fari frá Arsenal í sumar

Staðfest að þessir þrír fari frá Arsenal í sumar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Kveður stuðningsmenn Liverpool á hjartnæman hátt – „Vitið bara að ég verð ykkur þakklátur að eilífu“

Kveður stuðningsmenn Liverpool á hjartnæman hátt – „Vitið bara að ég verð ykkur þakklátur að eilífu“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Íþróttavikan einnig í hlaðvarpi – Hlustaðu á nýjasta þáttinn þar sem Auðunn Blöndal er gestur

Íþróttavikan einnig í hlaðvarpi – Hlustaðu á nýjasta þáttinn þar sem Auðunn Blöndal er gestur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Grafarvogsbúar þreyttir á hægri rétti – „Er ekki soldið spes að lögreglan gefi bara skít í þessa reglu líka?“

Grafarvogsbúar þreyttir á hægri rétti – „Er ekki soldið spes að lögreglan gefi bara skít í þessa reglu líka?“
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Ögmundur sár út í sinn gamla flokk: „Dapurlegra en orð fá lýst“

Ögmundur sár út í sinn gamla flokk: „Dapurlegra en orð fá lýst“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Staðfestir að Tuchel sé í virku samtali við Manchester United

Staðfestir að Tuchel sé í virku samtali við Manchester United
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Líf hennar hékk á bláþræði í 40 mínútur – Sjáðu myndbandið

Líf hennar hékk á bláþræði í 40 mínútur – Sjáðu myndbandið

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.