fbpx
Miðvikudagur 15.maí 2024

Birna Magg notar eingöngu „cruelty free“ snyrtivörur: „Ferlið er bara spennandi, enda nóg af vörum í boði“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 6. mars 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birna Jódís Magnúsdóttir, eða Birna Magg eins og hún er betur þekkt, tók nýverið þá ákvörðun að skipta yfir í aðeins „cruelty free“ (CF) snyrtivörur. Birna er útskrifaður förðunarfræðingur og með stóran fylgjendahóp á bak við sig á samfélagsmiðlum. Hún komst í topp fimm í NYX Nordic Face Awards sem er magnaður árangur og hjálpaði að setja Ísland á kortið í förðunarheiminum utan landsteinanna.

Sjá einnig: Birna Magg: „Mér finnst nauðsynlegt að njóta augnabliksins, en ég þarf að minna sjálfa mig á það reglulega“

Bleikt fékk Birnu til að svara nokkrum spurningum um ástæðu þess að hún byrjaði að nota aðeins CF snyrtivörur, hvað fólst í því ferli og hvaða CF snyrtivörur eru í uppáhaldi hjá henni.

Cruelty Free (CF) þýðir í stuttu máli að snyrtivörurnar séu ekki prófaðar á dýrum.

Birna Magg. Allar vörurnar sem hún notar á þessari mynd eru CF.

Birna Magg tók ákvörðun um að færa sig alveg yfir í CF snyrtivörur í desember. Hún var búin að hugsa um þetta í um það bil ár og í langan tíma hafa CF snyrtivörur verið í meirihluta hjá henni.

Þetta er samt sem áður svolítið ferli, ég vildi ekki henda vörunum mínum. Ég gaf eitthvað áfram og annað hef ég klárað smám saman. En frá áramótum hef ég eingöngu rætt um CF vörur á mínum miðlum,

segir Birna. Birna er ekki vegan en henni fannst hún geta tekið þetta skref því hún þekkir svo mikið af góðum CF merkjum. Hún segist frekar vilja styrkja þau heldur en önnur merki.

Mér finnst gaman að vinna orðið með færri merki, ég kynnist vörunum betur og get þá sagt mína skoðun á þeim.

Allar vörurnar sem Birna notar á þessari mynd eru CF.

Flest merki sem Birna notaði áður eru hætt að prófa vörurnar sínar á dýrum. Henni finnst sárt að hugsa til þess að merki þurfa að vera prófuð á dýrum svo það megi selja þau á Kínamarkaði.

Ég ákvað að nota eingöngu merki sem eru ekki til sölu í Kína. Cruelty Free er mjög teygjanlegt hugtak, en þetta er leiðin sem ég fer.

Aðspurð hvaða snyrtivörur var erfiðast að hætta að nota segist Birna enn vera að leita að hinum fullkomna CF maskara. Hún komst einnig að því að hún hafi notað lítið af CF hárvörum. „Ég myndi ekki segja að þetta væri erfitt, en þetta snýst svolítið um að horfa í kringum sig bara.“

Það sem kom Birnu mest á óvart í þessu ferli var hvað þetta er auðvelt. Hún segist hafa miklað þetta svo mikið fyrir sér en spurði sig sjálfa hvað stæði í vegi að hún myndi skipta yfir í eingöngu CF vörur. „Ég hafði enga afsökun. Ferlið er bara spennandi, enda nóg af vörum í boði.“

Allar vörurnar sem Birna notar á þessari mynd eru CF.

Hvaða CF snyrtivörumerki eru í uppáhaldi hjá þér þessa stundina?

Ég er mjög hrifin af NYX, Urban Decay og Kat Von D Beauty. Þetta eru stærstu merkin sem ég nota, en svo er úrvalið af ‚indie‘ merkjum líka mjög gott.

En uppáhalds CF vörur?

Eitthvað sem ég gæti ekki verið án eru Melt Cosmetics augnskuggar, LASplash varalitir og NYX eyelinerar.

Allar vörurnar sem hún notar á þessari mynd eru CF.

Úrvalið af CF snyrtivörum á Íslandi er frábært að mati Birnu og segir hún að það hafi aukist töluvert síðastliðin tvö ár.

Hvaða búðir eru með besta úrvalið af CF snyrtivörum á Íslandi?

Ég fagna að sjálfsögðu komu NYX og Urban Decay mikið, en merkin eru stór á heimsmælikvarða og komu bæði í sölu á Íslandi á síðasta ári. Svo má auðvitað ekki gleyma Make Up Store og The Body Shop.

Auk þeirra eru netverslanir með mikið úrval af förðunar- og húðvörum. Fotia.is, Nola.is og Haustfjord.is bjóða upp á skemmtileg merki eins og Mario Badescu, Nabla og Make Up Addiction.

Birna segir að Íslendingar eru með puttann á púlsinum þegar kemur að snyrtivörum og fjölbreytnin á markaðnum sé stórkostleg, þökk sér þessum smærri fyrirtækjum.

Allar vörurnar sem Birna notar á þessari mynd eru CF.

En hvaða búðir eru í uppáhaldi erlendis?

Úti finnur maður alltaf eitthvað í Sephora, til dæmis Kat Von D Beauty, Too Faced og Marc Jacobs Beauty. Mér finnst ég samt ekki lengur þurfa að birgja mig upp af neinu þegar ég fer til útlanda, vegna þess hve mörg merki eru komin í sölu hér.

Birna segir að á Instagram sé mjög sterkt, lítið CF samfélag sem hefur haft áhrif á hana. „Allir eru duglegir við að gefa ráð og stinga upp á nýjum merkjum.“ Birna hefur þó ekki tekið eftir slíku samfélagi hér á landi en þekkir marga sem nota eingöngu CF vörur.

YouTube rás Birnu.
Instagram síða Birnu.
Facebook síða Birnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sádar ætla að halda áfram að bæta við stjörnum í deildina og nú horfa þeir til Katalóníu

Sádar ætla að halda áfram að bæta við stjörnum í deildina og nú horfa þeir til Katalóníu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þýska stórveldið mun reyna við Fernandes

Þýska stórveldið mun reyna við Fernandes
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Drengurinn er fundinn heill á húfi

Drengurinn er fundinn heill á húfi
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Lögreglan lýsir eftir Sigurði

Lögreglan lýsir eftir Sigurði
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Birtir myndir eftir að löppin á honum var heftuð saman – Hefur ekki getað unnið vinnuna sína í meira en ár

Birtir myndir eftir að löppin á honum var heftuð saman – Hefur ekki getað unnið vinnuna sína í meira en ár
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Þorvaldur segir framboð Katrínar „siðvillu af vondri tegund“ sem sé hægt að stoppa með þessum hætti – „Það er til lausn á þessu“

Þorvaldur segir framboð Katrínar „siðvillu af vondri tegund“ sem sé hægt að stoppa með þessum hætti – „Það er til lausn á þessu“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.