fbpx
Fimmtudagur 23.maí 2024
433Sport

Mjög líklegt að sigri Arnars í héraði verði áfrýjað – Hafa fjórar vikur til að taka ákvörðun

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 15. maí 2024 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allar líkur eru á því að KA muni áfrýja dómi Héraðsdóms Norðurlands frá því í gær, þar var félaginu gert að greiða fyrrum þjálfara sínum, Arnari Grétarssyni væna summu.

433.is hefur fengið þetta staðfest úr herbúðum KA en félagið hefur fjórar vikur til að taka endanlega ákvörðun. Áfrýji KA dómnum fer málið til Landsréttar.

KA var dæmt til að greiða Arnari fyrrum þjálfara liðsins tæpar 11 milljónir auk dráttarvaxta

Arnar stefndi KA á síðasta ári vegna þess að hann taldi sig eiga inni fjármuni hjá félaginu, tengdist það því að Arnar kom liðinu í Evrópu.

KA var ekki sammála mati Arnars og hans lögfræðings og vildi ekki ganga frá greiðslum, ákvað Arnar því að höfða mál gegn félaginu.

Fyrir dómi í gær var KA dæmt til að greiða Arnari um 8,8 milljón auk dráttarvaxta frá 5 nóvember á síðasta ári.

Þá þarf KA að greiða Arnari 2 milljónir króna í málskostnað en félagið getur áfrýjað þessum dómi til Landsréttar.

Arnar þjálfaði KA í tvö og hálft ár með góðum árangri og kom liðinu inn í Evrópukeppni en Hallgrímur Jónasson stýrði liðinu áfram í þriðju umferð en Arnar fær nú sinn bónus fyrir þátt sinn í þeirri vegferð.

Arnar hætti með KA fyrir um 18 mánuðum og tók við þjálfun Vals þar sem hann starfar enn í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Borgaði rúma 2 milljarða fyrir nýja heimilið sitt

Borgaði rúma 2 milljarða fyrir nýja heimilið sitt
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arnar Þór og félagar borga 450 milljónir fyrir Andra – Mun feta í fótspor pabba og afa

Arnar Þór og félagar borga 450 milljónir fyrir Andra – Mun feta í fótspor pabba og afa
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Magnús Haukur grét mikið á sunnudaginn – Hann og faðir hans fóru eitt sinn fyrir utan heimili Klopp

Magnús Haukur grét mikið á sunnudaginn – Hann og faðir hans fóru eitt sinn fyrir utan heimili Klopp
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Nunez útskýrir af hverju hann eyddi öllum myndum tengdum Liverpool – Er að breyta um hegðun utan vallar

Nunez útskýrir af hverju hann eyddi öllum myndum tengdum Liverpool – Er að breyta um hegðun utan vallar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stórtíðindi frá Þýskalandi – Kompany nær samkomulagi við Bayern

Stórtíðindi frá Þýskalandi – Kompany nær samkomulagi við Bayern
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir allar líkur á að Ten Hag verði rekinn – Þessir þrír komi til greina

Segir allar líkur á að Ten Hag verði rekinn – Þessir þrír komi til greina
433Sport
Í gær

Roy Keane varar Southgate við – Má ekki nota leikmann Liverpool svona á EM

Roy Keane varar Southgate við – Má ekki nota leikmann Liverpool svona á EM
433Sport
Í gær

Staðfestir hvenær framherjinn eftirsótti tekur ákvörðun – Ensku stórliðin bíða og vona

Staðfestir hvenær framherjinn eftirsótti tekur ákvörðun – Ensku stórliðin bíða og vona