fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fókus

Una og Unnur Ösp ræða Dúkkuheimili – Frumsýnt í kvöld

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 21. september 2018 12:30

Dúkkuheimili, annar hluti

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Önnur frumsýning Borgarleikhússins á þessu leikári er í kvöld kl. 20, en þá er Dúkkuheimili, annar hluti sýnt á Nýja sviðinu. Leikritið er eftir bandaríska verðlaunaskáldið Lucas Hnath.

Leikritið er hnyttin rannsókn á samskiptum, hlutverkum kynjanna og ólíkum hugmyndum um ástina, hjónabandið og skuldbindingar. Unnur Ösp Stefánsdóttir og Hilmir Snær Guðnason leika aðalhlutverkin eins og í Dúkkuheimili Ibsens sem sló í gegn í Borgarleikhúsinu ekki alls fyrir löngu.

Sú sýning var margverðlaunuð á Grímunni árið 2015. Í lokasenu leikritsins, sem frumsýnt var í Kaupmannahöfn í desember árið 1879, tekur Nóra Helmer þá afdrifaríku ákvörðun að yfirgefa eiginmann og börn og hefja nýtt líf. Þessi hápunktur verksins – þegar Nóra skellir aftur hurðinni – þeytti evrópsku leikhúsi og samfélagsumræðu inn í nútímann ef svo mætti segja. Í Dúkkuheimili, öðrum hluta, hafa liðið fimmtán ár frá hurðarskellinum fræga. Nú er bankað á þessar sömu dyr – Nóra er snúin aftur.

Dúkkuheimili, 2. hluti, var tilnefnt til 8 Tony-verðlauna árið 2017, meðal annars sem besta leikritið.

Í myndbandinu ræða Una Þorleifsdóttir, leikstjóri, og Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikkona, um verkið.

Í kvöld er leikritið einnig frumsýnt í Borgarleikhúsinu í Stokkhólmi. Það er evrópufrumsýning leikritsins, einungis þremur klukkustundum áður en það er frumsýnt í Borgarleikhúsinu í Reykjavík.

Auk þeirra Hilmis Snæs og Unnar Aspar leika Ebba Katrín Finnsdóttir og Margrét Helga Jóhannsdóttir í sýningunni. Salka Guðmundsdóttir þýddi á íslensku. Leikstjóri er Una Þorleifsdóttir, Börkur Jónsson sér um leikmynd, Stefanía Adolfsdóttir um búninga, Björn Bergsteinn Guðmundsson lýsir, Una Sveinbjarnardóttir semur tónlist, Sveinbjörg Þórhallsdóttir er danshöfundur, Guðbjörg Ívarsdóttir sér um leikgervi og Garðar Borgþórsson annast hljóð.

Nánari upplýsingar um sýninguna má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hætti við viðburð í Dollywood vegna heilsufarsvandamála

Hætti við viðburð í Dollywood vegna heilsufarsvandamála
Fókus
Í gær

„Besti bústaður í heimi er kominn á sölu. Þarna er í alvöru best að vera“

„Besti bústaður í heimi er kominn á sölu. Þarna er í alvöru best að vera“
Fókus
Í gær

„Fyrir þremur árum hélt ég framhjá eiginkonu minni með framleiðandanum mínum“

„Fyrir þremur árum hélt ég framhjá eiginkonu minni með framleiðandanum mínum“
Fókus
Í gær

Gjörbreyttur Jelly Roll nýtur lífsins á Ítalíu

Gjörbreyttur Jelly Roll nýtur lífsins á Ítalíu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo
Fókus
Fyrir 3 dögum

Það vex á mér vömbin og spikið!

Það vex á mér vömbin og spikið!
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði