fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fókus

Skjárýnirinn: „Það er eitthvað við það að horfa á fólk keppa í eldamennsku“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 19. maí 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valdimar Víðisson, skólastjóri Öldutúnsskóla í Hafnarfirði, er mikill aðdáandi bæði sjónvarpsþátta og bíómynda. Hann heldur úti síðunni Bíógagnrýni Valdimars á Facebook þar sem hann birtir reglulega bíódóma og annan fróðleik.

„Ég horfi einstaklega mikið á sjónvarp og finnst fátt skemmtilegra en að horfa á góða sjónvarpsseríu eða góða bíómynd.

Það sem ég er að horfa á þessa dagana er meðal annars 2. serían af Handmaid´s Tale. Fyrsta serían var rosaleg og sería tvö gefur þeirri fyrri lítið eftir. Hrikalega óþægileg framtíðarsýn sem kemur fram í þessum þáttum. Frábærlega leiknir og á köflum erfiðir þættir. Handmaid´s Tale eru þættir fyrir vandláta.

Terror eru spennuþættir með hryllingsívafi. Byggt á sönnum atburðum og fjallar um áhöfn á skipi sem lokast inni í ísbreiðu. Svo fara áhafnarmeðlimir að týna tölunni einn af öðrum og ljóst að áhöfnin er ekki ein á ísnum. Þetta eru þættir fyrir þá sem hafa gaman af smá hryllingi.

Svo eru þættir sem að mínu mati eru bestu raunveruleikaþættir sem eru sýndir í sjónvarpi. Masterchef Ástralía. Horfði á Masterchef USA en hætti því eftir að ég kynntist þessum þáttum. Tæplega 70 þættir í seríunni, 4 þættir í viku. Hver þáttur yfir 1 klst. Algjör veisla og ég er samt ekki klár í eldhúsinu en það er eitthvað við það að horfa á fólk keppa í eldamennsku. 10. serían í gangi og verður sýnd fram í júní.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bað unnustunnar á Breiðamerkursandi – Íhaldssamir hneykslast á aldursmuninum

Bað unnustunnar á Breiðamerkursandi – Íhaldssamir hneykslast á aldursmuninum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslandsvinurinn Bam Margera þarf að borga fúlgu í meðlag

Íslandsvinurinn Bam Margera þarf að borga fúlgu í meðlag
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þessi fjögur atriði ættu allir eldri en fertugt að hafa í huga að mati hjartalæknis

Þessi fjögur atriði ættu allir eldri en fertugt að hafa í huga að mati hjartalæknis
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellý segist sjá konu og mann á sviði – „RÚV veit að þjóðin þarf á þessu að halda“

Ellý segist sjá konu og mann á sviði – „RÚV veit að þjóðin þarf á þessu að halda“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þau eignuðust barn árið 2025

Þau eignuðust barn árið 2025
Fókus
Fyrir 4 dögum

Neitaði að vinna með Ben Affleck eftir uppákomu í sundlaug

Neitaði að vinna með Ben Affleck eftir uppákomu í sundlaug