fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Skjárýnirinn: „Það er eitthvað við það að horfa á fólk keppa í eldamennsku“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 19. maí 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valdimar Víðisson, skólastjóri Öldutúnsskóla í Hafnarfirði, er mikill aðdáandi bæði sjónvarpsþátta og bíómynda. Hann heldur úti síðunni Bíógagnrýni Valdimars á Facebook þar sem hann birtir reglulega bíódóma og annan fróðleik.

„Ég horfi einstaklega mikið á sjónvarp og finnst fátt skemmtilegra en að horfa á góða sjónvarpsseríu eða góða bíómynd.

Það sem ég er að horfa á þessa dagana er meðal annars 2. serían af Handmaid´s Tale. Fyrsta serían var rosaleg og sería tvö gefur þeirri fyrri lítið eftir. Hrikalega óþægileg framtíðarsýn sem kemur fram í þessum þáttum. Frábærlega leiknir og á köflum erfiðir þættir. Handmaid´s Tale eru þættir fyrir vandláta.

Terror eru spennuþættir með hryllingsívafi. Byggt á sönnum atburðum og fjallar um áhöfn á skipi sem lokast inni í ísbreiðu. Svo fara áhafnarmeðlimir að týna tölunni einn af öðrum og ljóst að áhöfnin er ekki ein á ísnum. Þetta eru þættir fyrir þá sem hafa gaman af smá hryllingi.

Svo eru þættir sem að mínu mati eru bestu raunveruleikaþættir sem eru sýndir í sjónvarpi. Masterchef Ástralía. Horfði á Masterchef USA en hætti því eftir að ég kynntist þessum þáttum. Tæplega 70 þættir í seríunni, 4 þættir í viku. Hver þáttur yfir 1 klst. Algjör veisla og ég er samt ekki klár í eldhúsinu en það er eitthvað við það að horfa á fólk keppa í eldamennsku. 10. serían í gangi og verður sýnd fram í júní.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Í gær

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Agnes selur einstaka Parísarhæð

Agnes selur einstaka Parísarhæð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“