fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Fókus

Náttfiðrildi Stefáns Mána komin út sem rafbók

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 17. september 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vor gaf Menntamálastofnun út bókina Náttfiðrildi eftir Stefán Mána. Bókina skrifaði Stefán Máni sérstaklega fyrir stofnunina og er hún ætluð börnum og unglingum á miðstigi grunnskóla.

Morð er framið í Reykjavík og unglingur sem á við geðræn vandamál að stríða er grunaður um verknaðinn. Ekki er allt sem sýnist og stundum rennur raunveruleikinn saman við hugrenningar unglingsins.

„Ég hvet alla krakka til að lesa hana, og ég hvet bæði foreldra og kennara til að laumast í bókina því hún leynir á sér og lesendur mínir gætu hugsanlega kannast við eina persónuna í henni.;) Ég vandaði mig mjög við skrifin (eins og alltaf) því ég vildi að krakkarnir fengju svona einu sinni almennilega sögu til að lesa, spennandi og metnaðarfulla, en ekki bara enn eina barnalegu „unglinga“-bókina. Þannig að – njótið!,“ skrifar Stefán Máni á Facebook-síðu sína í vor.

Bókin er nú komin út sem rafbók og geta því allir lesið bókina, bæði börn, unglingar og fullorðnir.

Myndskreytingar eru eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur.

Náttfiðrildi má lesa hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Afmælisdagur Maríu byrjaði með óvæntum hætti – „Þetta sumar hefur kennt mér að jafnvel í storminum getum við börnin dafnað“

Afmælisdagur Maríu byrjaði með óvæntum hætti – „Þetta sumar hefur kennt mér að jafnvel í storminum getum við börnin dafnað“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ert þú að trufla dópamínkerfið með því að nota tvo skjái í einu?

Ert þú að trufla dópamínkerfið með því að nota tvo skjái í einu?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kim Kardashian setur á markað g-streng með gerviskaphárum – Sjáðu myndirnar

Kim Kardashian setur á markað g-streng með gerviskaphárum – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ben Stiller segir að þetta hafi verið versta ákvörðun sem hann tók sem foreldri

Ben Stiller segir að þetta hafi verið versta ákvörðun sem hann tók sem foreldri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hópfjármagnaði Play sófann fyrir félagsmiðstöð í Vestmannaeyjum á einum degi

Hópfjármagnaði Play sófann fyrir félagsmiðstöð í Vestmannaeyjum á einum degi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði