fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Fyrsta trans ofurhetjan væntanleg: „Miklu valdi fylgir mikil ábyrgð“

Tómas Valgeirsson
Mánudaginn 23. júlí 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Nicole Maines verður sú fyrsta til þess að leika trans ofurhetju. Þetta tilkynnti hún á Comic Con-hátíðinni í San Diego nú á dögunum og mun umræddri hetju bregða fyrir í fjórðu þáttaröð Supergirl.

Maines er sjálf trans og fer með hlutverk persónunnar Niu Nal, einnig þekkt sem Dreamer, sem er sögð berjast fyrir réttlætinu með hreint hjarta og ekki síður í garð lítilmagnanna.

Í samtali við breska fréttamiðilinn Metro sagðist Maines vera kvíðin fyrir hlutverkinu en bætir við að hún vilji fara rétt að, jafnframt að viðeigandi sé að vera með ofurhetju sem trans börn geta litið upp til. „Miklu valdi fylgir mikil ábyrgð,“ segir hún og vitnar þar í sígild einkunnarorð Köngulóarmannsins.

Að sögn leikkonunnar hefur túlkun á transfólki í sjónvarpi verið að jafnaði skaðleg undanfarin ár, ekki síður þegar hlutverkin fara til karlmanna sem klæða sig upp sem konur. „Margir ásaka transfólk um að vera í eintómum búningaleik og það er alls ekki rétt,“ segir leikkonan.

Samkvæmt samtökunum GLAAD hefur túlkun á LGBTQ+ fólki í sjónvarpi og kvikmyndum minnkað um 40% frá árinu áður.
Maines ræddi einnig um hið umdeilda mál stórleikkonunnar Scarlett Johansson, þegar henni bauðst að leika í kvikmyndinni Rub & Tug, en í myndinni átti hún að leika mann að nafni Dante „Tex“ Gill sem fæddist í líkama konu. Þegar Johansson var ráðin hlaut hún mikla gagnrýni frá trans samfélaginu og ákvað hún þá að draga sig úr verkefninu.

„Þegar trans fólk fær að spreyta sig í hlutverki trans fólks sýnir það að sjálfsmynd okkar sé gild, að við séum til,“ segir Maines.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jón Gnarr birtir mynd úr bílnum sínum: „Mitt ADHD í hnotskurn“

Jón Gnarr birtir mynd úr bílnum sínum: „Mitt ADHD í hnotskurn“
Fókus
Í gær

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birgitta Líf og Enok hætt saman

Birgitta Líf og Enok hætt saman
Fókus
Fyrir 5 dögum

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný