fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fókus

Glæný stikla fyrir Mortal Engines: Hera Hilmar áberandi í gufupönkinu

Tómas Valgeirsson
Þriðjudaginn 5. júní 2018 23:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt sýnishorn fyrir ævintýramyndina Mortal Engines er lent og lofar það umfangsmiklu ævintýri þar sem gufupönkið er allsráðandi. Íslenska leikkonan Hera Hilmar sést þarna áberandi í aðalhlutverkinu.

Hera leikur söguhetjuna Hester Shaw, sem leitar hefnda á þeim aðila sem drap móður hennar og gaf henni örið sem sést á stillunni að ofan. Sagan gerist í framtíðarheimi en þar hef­ur jörðin eins og við þekkj­um hana verið lögð í rúst í styrj­öld. Þær fáu borg­ir sem eft­ir standa berj­ast inn­byrðis um auðlind­ir sem í boði eru.

Handrit myndarinnar er í höndum þeirra Peter Jackson, Fran Walsh og Philippa Boyens, sem öll komu að handritasmíði Hringadróttinsseríunnar, og er efniviðurinn byggður á skáldsögu Philip Reeve. Jackson og hans teymi framleiða, Christian Rivers leikstýrir og er þetta hans fyrsta kvikmynd í fullri lengd. Fyrirhugað er að gera fleiri myndir um þennan sagnaheim ef vel gengur.

Mortal Engines er væntanleg í desember. Stikluna má sjá að neðan ásamt nýju plakati.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“