fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Verbúð Vesturports hlýtur verðlaun á Berlinale

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 22. febrúar 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þáttaröðin Verbúðin, sem Vesturport er með í undirbúningi í samvinnu við RÚV vann í gær til Series Mania verðlaunanna á Berlinale CoPro Series, sem er hluti af kvikmyndahátíðinni í Berlín. Þetta er í 68 sinn sem hátíðin fer fram, dagana 15. – 25. febrúar.

Verðlaunin fela það í sér að Verbúðin, sem kynnt er undir enska heitinu Blackport, mun verða með í söluráðstefnu með kaupendum sjónvarpsefnis, sem haldin verður í Lille í Frakklandi í maí næstkomandi.

„Þetta er átakamikil saga, sem gerist í smábæ,“ sagði Laurence Herszberg stofnandi verðlaunanna, þegar hún tilkynnti vinningshafa. „Sagan inniheldur sterka einstaklinga, þú finnur áþreifanlega fyrir spennunni og sagan er vel skrifuð. Ég tel hana hafa alla burði til að vera áhugaverð fyrir áhorfendur á alþjóðavísu.“

„Verbúðin gerist á árunum 1983-1991 og fjallar um nokkra vini sem gera upp gamlan bát og fara í útgerð. Þeim gengur vel þar til kvótakerfið kemur til sögunnar, en þá fer allt í heljarinnar uppnám. Þetta er stór, mikil og marglaga saga. Þarna ríkir mikil nostalgía sem margir eiga eftir að kannast við, verbúðarlífið, sex, drugs and rock’n’roll eins og þeir segja,“ segir Gísli Örn Garðarsson, sem er einn framleiðanda og leikstýrir þáttunum ásamt Birni Hlyni Haraldssyni.

Gísli Örn og Nana Alfredsdóttir, einn framleiðenda, kynntu Verbúðina á Berlinale CoPro, viðburði sem haldinn er fyrir framleiðendur, dreifingaraðila og fjárfestingaraðila þar sem hugmyndir að nýju sjónvarpsefni eru kynntar. Verbúðin er ein af átta dramaþáttaröðum sem kynntar voru.

„Við höfum unnið að Verbúðinni í nokkurn tíma,“ sagði Nana. „Núna þegar hún fer að koma betur fram í dagsljósið þá er traustvekjandi að sjá hversu mikill áhugi er á henni. Við höfum hitt framleiðendur, fjárfesta og sjónvarpsmenn og viðtökurnar hafa verið mjög góðar hingað til.“

Það eru eins og áður sagði Gísli Örn Garðarsson og Björn Hlynur Haraldsson sem eru leikstjórar og þeir eru einnig framleiðendur ásamt Nönu Alfredsdóttur og Nínu Dögg Filippusdóttur. Mikael Torfason skrifar handritið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“