fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
Fókus

Laufey Ebba fær vikulega boð um að ganga til liðs við pýramídafyrirtæki – „Við búum á Íslandi, hvað er planið?“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 26. mars 2021 14:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðlastjarnan Laufey Ebba birtir tvenn skilaboð sem hún fékk nýlega á Twitter. Þetta eru aðeins tvö af mörgum skilaboðum sem hún hefur fengið undanfarna mánuði og öll eru þau skuggalega lík.

Þannig er mál með vexti að báðir þessir aðilar eru að reyna að fá hana til að ganga til liðs við svokölluð tengslamarkaðsfyrirtæki, eða pýramídafyrirtæki eins og sumir kalla þau (e. Multi level marketing).

Skilaboðin.

Í grunninn ganga þessi fyrirtæki út á að sölumenn reyna að fá fólk til að gangast til liðs við fyrirtækið og byrja að selja vörur. Sá sem skráir nýliðann hjá fyrirtækinu fær síðan prósentu af þeirra hagnaði. Það virðist vera mun algengara að sölumenn reyni að fá aðra til að verða sölumenn, heldur en að þeir reyni að selja vörurnar.

Sjá einnig: Íslenskar stelpur í samstarfi við þekkt pýramídafyrirtæki

Laufey Ebba segist vikulega fá boð um að ganga til liðs við einhvers konar fyrirtæki sem nota tengslamarkaðssetningu, en nær aldrei fær hún boð um að kaupa vörurnar.

Í skilaboðunum fær hún að heyra ótrúlegar sögur um þessi frábæru fyrirtæki, hversu auðvelt sé að selja vörurnar, hversu einföld og þægileg vinnan er og hversu mikið frelsi hún mun upplifa að fá að ráðstafa tíma sínum sjálf. Það sem fylgir þó ekki sögunni er að 99 prósent þeirra sem taka þátt í tengslamarkaðssetningu tapa á því, samkvæmt tölfræði frá alríkisráði viðskiptamála Bandaríkjanna (FTC).

Langflestir tapa á þessu

Eins og fyrr segir fær Laufey mjög reglulega skilaboð frá sölumönnum slíkra fyrirtækja og við ræðum hvort að vinsældir hennar á samfélagsmiðlum spili þar inn í.

„Þetta er auðvitað pýramídi. Ég er með einhvern áhorfendahóp á TikTok og ef ég næ að selja þeim þá græðir sú manneskja auðvitað líka á því,“ segir hún.

Laufey tók ákvörðun um að svara aldrei þessum skilaboðum. Aðspurð hver hennar skoðun sé á svona fyrirtækjum segist hún telja það ekki vera eðlilegt að fyrirtæki gangi út á það að fá sem flesta sölumenn frekar en viðskiptamenn.

„Við búum líka á Íslandi. Hvað er planið, að allir fari að selja þetta? Tölurnar sýna að allavega 97 prósent eru að tapa á þessu og tíminn sem fer í þetta ekki meðtalinn, en hvernig verðleggurðu tímann þinn?“ Spyr Laufey.

Gagnrýnir ekki sölumanninn, heldur fyrirtækið

Laufey tekur það þó skýrt fram að hún sé ekki að gagnrýna neinn sem er sölumaður hjá þessum fyrirtækjum. Hún segist gera sér grein fyrir að oft eru þetta einstaklingar sem hafa enga aðra kosti eða halda að þetta sé góð leið til að afla sér smá aukatekna.

„En þetta laðar fólk til sín með einhverjum gylliboðum, að það sé að fara að vera hluti af einhverju samfélagi og sé að fara að verða ríkt af þessu. En þú ert að láta einhvern fyrir ofan þig fá pening og tímann þinn,“ segir hún.

„Ef maður skilur ekki viðskiptalíkanið hjá fyrirtækinu sem maður starfar hjá, þá á maður ekki að vera að starfa hjá því.“‘

Vinsæl á TikTok

DV tók viðtal við Laufeyju Ebbu um neteinelti og neikvæðu hliðar TikTok í janúar á þessu ári.

Laufey hefur verið ötull talsmaður gegn neteinelti og sagði ógnvekjandi menningu þrífast á miðlinum.

Sjá einnig: Neteinelti og neikvæðu hliðar TikTok – „Fyrstu ljótu skilaboðin sem ég fékk voru „dreptu þig““

Það er hægt að fylgjast með Laufeyju Ebbu á TikTok, Instagram og Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segir fólk ljúga upp á Vefjuna eftir umdeildu ummæli Reynis – „Gjörsamlega búið að dauðadæma okkur og fyrirtækið okkar“

Segir fólk ljúga upp á Vefjuna eftir umdeildu ummæli Reynis – „Gjörsamlega búið að dauðadæma okkur og fyrirtækið okkar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Djöfull er ég gröð í þessa sól maður“

Vikan á Instagram – „Djöfull er ég gröð í þessa sól maður“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Á ég að segja vinkonu minni ef kærastinn er að halda framhjá henni? – Sendiboðinn verður drepinn

Á ég að segja vinkonu minni ef kærastinn er að halda framhjá henni? – Sendiboðinn verður drepinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skemmtilegustu bílnúmer Íslands

Skemmtilegustu bílnúmer Íslands
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja Twitter vera nýja OnlyFans – Peningasendingar og nekt leyfð

Segja Twitter vera nýja OnlyFans – Peningasendingar og nekt leyfð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Auðunn og Rakel eignuðust sitt annað barn í dag

Auðunn og Rakel eignuðust sitt annað barn í dag