fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fókus

Karitas Harpa og Aron Leví eiga von á barni: „Við verðum fimm í janúar!“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 20. ágúst 2020 08:19

Karítas Harpa og Aron Leví.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Karitas Harpa Davíðsdóttir er ólétt af sínu þriðja barni. Þetta er annað barn hennar og unnusta hennar Arons Leví Beck.

Karitas Harpa sigraði The Voice Ísland árið 2016. Hún hefur síðan þá getið sér gott orð sem söngkona og fjölmiðlakona. Aron Leví er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar.

Parið greindi frá gleðifregnunum á Facebook. „Heyrðu það gleymdist víst að láta vita. Við verðum fimm í janúar,“ skrifaði Aron.

Karitas Harpa staðfesti fréttirnar á Instagram og kvaðst vera gengin 18 vikur. Þau vita ekki kynið en fyrir eiga þau tvo syni.

„Ekki jafnast kynjahlutfallið á Skeiðarvogi 21 kjallara! Það heldur áfram að vera Karitas og strákarnir,“ skrifaði Aron á Facebook-síðu sína þegar þau tilkynntu um komu yngri drengsins.

Sjá einnig: Karítas Harpa og Aron eiga von á strák

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“