fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fókus

Hjálmar segir enga óráðsíu í Reykjavík

„Borgin er vel rekin“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 23. febrúar 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar vísar því alfarið á bug að það sé óráðsía í fjármálum borgarinnar. „Borgin er vel rekin. Stór hluti af skuldum borgarinnar eru framreiknaðar lífeyrisskuldbindingar, ef það væri gert hjá ríkinu þá teldust skuldir ríkisins vera um þúsund milljarðar. Eiginlegar skuldir borgarsjóðs eru um 35 milljarðar á sama tíma og veltan er um 100 milljarðar á ári. Það teldist gott hjá mörgum fyrirtækjum,“ segir Hjálmar í viðtali í helgarblaði DV.

Hvað með mannréttindaráð, lántökur og gæluverkefni?

„Ég myndi ekki kalla mannréttindi gæluverkefni, en þetta eru bara smáaurar miðað við stóru tölurnar. Það myndi engu breyta um fjárhagsstöðu borgarinnar hvort þetta yrði lagt niður eða ekki. Langstærsti útgjaldaliðurinn fer til skóla- og velferðarmál eða tæplega 70%. Restin fer í fjárfestingu í innviðum, íþróttaaðstöðu og menningarmál. Það má alltaf gagnrýna lántökur, en þetta eru lán á hagstæðum kjörum sem við þurfum til fjárfestinga í þágu borgarbúa. Eitt dæmi um það uppbygging Dalskóla í Úlfarsárhverfi, þar kemur líka menningarmiðstöð, sundlaug, bókasafn og auðvitað íþróttaaðstaða á svæðinu. Þetta eru nauðsynlegar framkvæmdir sem kosta allt að 15 milljörðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ofurfyrirsætan og eiginmaðurinn eru í mánaðalangri „orma- og sníkjudýrahreinsun“

Ofurfyrirsætan og eiginmaðurinn eru í mánaðalangri „orma- og sníkjudýrahreinsun“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg á gömlum myndum – Mikið breyst eftir að hún kynntist Kanye

Nær óþekkjanleg á gömlum myndum – Mikið breyst eftir að hún kynntist Kanye
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill segir að kona hafi eltihrellt hann í yfir þrjú ár – „Hún stóð við bílinn minn þegar ég kom út“

Simmi Vill segir að kona hafi eltihrellt hann í yfir þrjú ár – „Hún stóð við bílinn minn þegar ég kom út“