fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Adolf: „Það endaði með því að konan fór með mig niður á bráðamóttöku á geðdeildinni“

Uppgjör Adolfs Inga – Sigraði RÚV fyrir dómstólum

Sigurvin Ólafsson
Föstudaginn 14. júlí 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adolf Ingi Erlingsson er flestum kunnur fyrir störf hans sem íþróttafréttamaður og var þekktur fyrir líflegar lýsingar og ýmis frumleg uppátæki í leik og starfi. Í huga flestra var Adolf alltaf brosandi, alltaf hress og alltaf til í fíflagang og grín. Síðustu ár í lífi Adolfs hafa hins vegar ekki verið neitt grín. Sigurvin Ólafsson bauð Adolf í kaffisopa og rakti úr honum garnirnar.

Þegar ég sæki Adolf er hann nýkominn í borgina eftir hringferð um landið. Hann stoppar þó stutt við því degi síðar heldur hann af stað í aðra þriggja daga ferð, en Adolf starfar sem leiðsögumaður hjá Arctic Adventures. Við sammælumst um að ég bjóði honum í kaffi og við keyrum af stað. Adolf er brúnn og sællegur, enda mikið úti í náttúrunni, með sólgleraugu og í bol merktum hljómsveitinni Ham. Á leiðinni fær hann símtal og ég heyri að viðmælandinn óskar Adolf til hamingju með sigurinn í dómsmáli hans gegn Ríkisútvarpinu á dögunum. Væntanlega er það eitt símtal af mörgum síðustu daga. Aðalástæða þess að DV leitaði eftir viðtali við Adolf er einmitt niðurstaða umrædds dómsmáls, þar sem RÚV var dæmt til að greiða honum skaða- og miskabætur fyrir einelti og ólögmæta uppsögn. Við Adolf ræðum þó margt annað enda hefur ýmislegt fleira gengið á í hans lífi síðustu árin.

Tapaði 25 milljónum

Radio Iceland varð því miður ekki langlíf útvarpsstöð. „Eins og ég segi, þá var ýmislegt sem við gerðum sem gekk upp. Það sem klikkaði var salan á auglýsingum. Ferðabransinn er svolítið erfiður, það eru svo margir litlir aðilar, og það er erfitt að selja þeim auglýsingar. Stórir aðilar í ferðamennskunni, sem velta milljörðum, þeir hefðu alveg getað keypt eina og eina auglýsingu. En alla vega, þá stóð þetta ekki undir sér og eftir átta mánuði lokaði ég stöðinni. En þá vorum við búin að tapa 25 milljónum.“

Sér hann eftir því að hafa stofnað stöðina? „Ég nenni ekki að sjá eftir hlutunum. Auðvitað vildi ég vera laus við þessar 25 milljónir sem hlóðust á mig þarna, en nei, ég nenni ekki að sjá eftir neinu. Ég vildi reyndar að ég gæti sagt að þetta hafi verið skemmtilegur tími, en því miður var hann það ekki. Hálfum mánuði eftir að við fórum í loftið greindist konan mín með krabbamein. Það var djöfuls högg. Það tók gleðina úr þessu og ánægjuna.“

Brotlending

Adolf segir að um þetta leyti hafi hann brotlent andlega. „Fljótlega upp úr þessu gekk ég í rauninni á vegg. Það var uppsafnað, við getum sagt að það hafi byrjað á síðustu árum mínum hjá RÚV, þá var ég orðinn svolítið kvíðinn og hálfþunglyndur af því að líða illa í vinnunni dag eftir dag. Þannig að ég var heldur viðkvæmari fyrir en ég átti að vera. Svo þegar þetta kemur, maður horfir upp á peningana streyma út úr fyrirtækinu en ekki inn, og konan veikist, já, eins og ég segi, ég hreinlega gekk á vegg. Það endaði með því að konan mín, sem hefur nú yfirleitt vit fyrir mér, fór með mig niður á bráðamóttöku á geðdeildinni þar sem ég fékk viðtal. Svo fór ég til sálfræðings og vann í þessu. En þetta tók tíma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli