fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Kynnir Coldest á Secret Solstice

Jóel Bjarni, þrettán ára fatahönnuður

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 12. júní 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að hönnuðurinn Jóel Bjarni sé ungur að árum, aðeins þrettán ára, hefur fatalína hans, Coldest, sem byrjaði með derhúfum selst eins og heitar lummur, bæði á Íslandi og erlendis. Jóel Bjarni, sem búsettur er í Suður-London, verður með fatnað sinn til kynningar og sölu á Secret Solstice.

„Ég byrjaði að hanna föt af því að ég hafði verið að leita að töff derhúfu en fann engar nema með barnalegum myndum eins og Spiderman og slíku svo ég ákvað að hanna mína eigin. Viðtökur voru frábærar svo ég ákvað að bæta við fötum í merkið. Ég hef mikinn áhuga á tísku og tónlist,“ segir Jóel Bjarni, en hann á ekki langt að sækja áhugann og hæfileikana, en móðir hans, Marlín Birna, hannar skart undir eigin nafni. Fatalínan, sem fékk nafnið Coldest, sem er götuslangur og þýðir „sá allra besti“, er til sölu á heimasíðu hans coldestclothing.com. Fatalínan byrjaði með derhúfum, en í dag er hægt að kaupa peysur, buxur, boli, húfur, bakpoka og sundtöskur og hentar fatalínan báðum kynjum.

Smart og þægilegur fatnaður.
Töff Smart og þægilegur fatnaður.
Coldest er fyrir bæði konur og karla.
Ingibjörg Anna Coldest er fyrir bæði konur og karla.

Frægum líkar Coldest

Í fyrrasumar kom Jóel Bjarni ásamt móður sinni og systur, Rosu-Florence, í sumarfrí til Íslands og fóru þau meðal annars á Secret Solstice. Derhúfurnar hans vöktu þar mikla athygli og margir spurðust fyrir um hvar hægt væri að kaupa þær. Þar voru þó nokkrir frægir sem nældu sér í húfu, til dæmis Gísli Pálmi sem í dag klæðist nær eingöngu Coldest, Lady Leshurr, Tiny í Quarashi, DJ Yamaho, Section Boys og fleiri.

Síðan þá hafa fleiri frægir sést í Coldest: Justin Bieber, Giggs, DJ Strike úr De La Soul, Aron Can, Helgi í Úlfur Úlfur, Orri í Sigur Rós, DJ Agzilla, Emmsjé Gauti, YouTuberinn TBJZL og fleiri.

Mynd: Brynjar Snær
Gísli Pálmi klæðist nær eingöngu Coldest.

Líkar Coldest Gísli Pálmi klæðist nær eingöngu Coldest.

Mynd: Brynjar Snær
Mynd: Brynjar Snær
Coldest er fyrir smáa sem stóra.

Heba Rós Coldest er fyrir smáa sem stóra.

Mynd: Brynjar Snær
Mynd: Brynjar Snær

Í ár mætir Jóel Bjarni því aftur á Secret Solstice og að þessu sinni með eigin sölubás. „Fyrir ári var Coldest aðeins með svartar og bleikar derhúfur en núna ári sinna eru tæplega 40 vörutegundir til í vörumerkinu,“ segir Jóel Bjarni.

Coldest merkið fæst á vefsíðunni www.coldestclothing.com.
Coldest er líka á samfélagsmiðlunum: Instagram, Facebook og Youtube.

Mynd: PIXELBIG
Mynd: PIXELBIG
Mynd: PIXELBIG
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Í gær

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla