fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Ágústa Eva henti Manuelu út af Facebook: „Það var algjör óþarfi að blokka mig“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 3. apríl 2017 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manuela Ósk Harðardóttir mætti í Brennsluna og ræddi þar um ósætti hennar og Ágústu Evu Erlendsdóttur leikkonu. Ósættið má rekja til þess þegar Ágústa Eva skrifaði athugasemd við Instagram mynd Manuelu og sagði einfaldlega: „Borða“. Var Manuela afar hneyksluð og sagði:

„Og það að segja einhverjum að borða er bara dónalegt.“

Í þættinum í morgun sagði Manuela að hún hefði fengið mikil viðbrögð eftir að málið rataði í fjölmiðla og sagðist hafa fengið þakkir fyrir að vekja á því athygli, því umræða um „að þótt þú sért grannur, þá getur þér alveg liðið illa með líkama þinn.“

Manuela greindi svo frá því að Ágústa Eva hefði sent henni skilaboð sem hún telur að hafi verið tilraun til að biðjast afsökunar:

„ …. en það fór rosalega úr skorðum að það endaði með því að hún blokkaði mig á Facebook. Ég hafði aldrei ætlað mér að áreita Ágústu Evu á Facebook svo það var algjör óþarfi að blokka mig. Ef hún vill adda mér aftur þá er ég opin fyrir því, það eru enginn leiðindi í gangi,“ sagði Manuela og bætti við:

„Oftast þegar ég grennist rosalega mikið þá er það útaf því að mér líður ekki vel í lífinu og þá er fólk ekkert mjög spennt fyrir svona löguðu, svona neteinelti í raun og veru.“

Hér má hlusta á viðtalið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki