fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fókus

Buðu ókunnugum manni með í helgarferð: „Ég var sá eini sem var nógu vitlaus til að svara“

Joe McGrath fékk óvænt tilboð í gegnum Facebook

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 11. apríl 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 21 árs gamli Joe McGrath, frá Manchester, varð frekar undrandi þegar hann fékk skeyti frá ókunnugum manni sem bauð honum í í ókeypis helgarferð til Spánar. Til að byrja með var hann alveg viss um að einhverskonar svindl væri á ferðinni. Eftir nokkra daga ákvað hann að prófa að svara manninum og skömmu síðar voru þeir komnir í hrókasamræður í gegnum síma.

Boðið kom til útaf því að stór vinahópur hafði ákveðið að koma vini sínum á óvart í tilefni stórafmælis og skipuleggja helgarferð til Mallorca. Einn úr hópnum, Joe McGrath – nafni söguhetjunnar, boðaði óvænt forföll og þá voru góð ráð dýr. Flugmiðinn og hótelpöntunin voru á hans nafni og ekki möguleiki að fá endurgreitt. Vinirnir vildu alls ekki láta þetta fara til spillis: „Þau höfðu samband við fimmtán aðra nafna okkar í gegnum Facebook en ég var sá eini sem var nógu vitlaus til að svara, segir Joe í samtali við BBC.

Hann ákvað að skella sér í ferðina með hópnum og upplifa smá ævintýri. Vinahópurinn var frá Bristol og þangað keyrði Joe á laugardagsmorgni og hitti væntanlega ferðafélaga sína. Síðan flugu þau öll saman til Spánar.

„Þetta var frábært fólk og ég skemmti mér konunglega,“ segir Joe. Hann hefur í hyggju að bjóða ferðafélögunum sínum fljótlega til Manchester og þá gæti svo farið að nafni hans yrði með í för. „Við eigum eftir að hittast fyrr en seinna. Það verður töfrandi stund,“ sagði Joe léttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hjartaknúsarinn Robert Redford þurfti að slá konurnar frá sér

Hjartaknúsarinn Robert Redford þurfti að slá konurnar frá sér
Fókus
Í gær

Michael Keaton harðlega gagnrýndur fyrir ummæli hans um Charlie Kirk

Michael Keaton harðlega gagnrýndur fyrir ummæli hans um Charlie Kirk
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjokkerandi launamunur aðalleikaranna

Sjokkerandi launamunur aðalleikaranna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig
Fókus
Fyrir 3 dögum

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar