fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Fókus

Tennur brotnuðu þegar ráðist var á Gunnar Birgisson: „Þú ert dauður!“ – Árásarmennirnir skotnir til bana

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 16. nóvember 2017 11:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Birgisson var um tíma á Suðurströnd Grænlands og dvaldi í þorpinu Qaqortoq. Þetta var árið 1987 og var hann að taka þátt í að reisa sútunarverksmiðju. Á Grænlandi réðst á hann hópur manna. Forsprakkarnir voru síðar drepnir. Þetta kemur fram í nýrri ævisögu Gunnars sem Orri Páll Ormarsson tók saman. Gunnar er sem kunnugt er fyrrum bæjarstjóri Kópavogs og þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Í bókinni kemur fram að Gunnar hafi verið blár og marinn eftir árásina og þá brotnuðu í honum tennur. Gunnar var staddur í Qaqortoq ásamt Einar Þorsteinssyni sem nú er látinn. Þeir höfðu nýlega afhent verksmiðjuna og höfðu komið við á eina barnum í þorpinu.

„ … þar sem þetta var um hávetur og kalt í veðri ætluðum við að taka leigubíl heim á hótel. Við vorum komnir inn í bílinn þegar hóp Grænlendinga dreif að og reif okkur út úr bílnum.“

Gunnar segir að mennirnir hafi verið fimm til sex.

„„Þú ert dauður!“ gall í einum þeirra þegar þeir óku á braut. Ekki var annað í stöðunni fyrir okkur Einar en að ganga heim, upp brekku nokkra í bænum. Þegar upp hana var komið sáum við hvar þrjótarnir biðu eftir okkur. Það þýddi bara eitt; þeir ætluðu að sýna okkur í tvo heimana.“

Gunnar segir að Einar hafi ekki verið mikið fyrir slagsmál og hann því að mestu slegist við mennina.

„ … og ég fann strax að ég var að berjast fyrir lífi mínu enda árásarmennirnir fullir af dópi og drasli. Höggin gengu á víxl, með höndum og fótum, en eftir nokkra rimmu kom styggð að mönnunum sem létu sig hverfa. Á því augnabliki var adrenalínframleiðslan mikil.“

Gunnar lét lögreglu vita af árásinni en var tjáð að lítið hefðist upp úr því að kæra.

„Grænlendingar eru miklir vinir okkar Íslendinga, horfa alltaf í augun á okkur þegar þeir heilsa en líta niður þegar þeir heilsa Dönum, og frammámenn í Qaqortoq báðu mig seinna velvirðingar á árásinni,“ segir Gunnar og bætir við:

„Forsprökkunum tveimur var nuddað út úr samfélaginu og voru síðar báðir skotnir til bana. Annar á austurströndinni en hinn á Suður-Grænlandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír
Fókus
Fyrir 4 dögum

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði
Fókus
Fyrir 1 viku

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“
Fókus
Fyrir 1 viku

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna