fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Fókus

Erna Kristín bjóst ekki við þessu þegar hún keypti sér kjól á netinu: „Það fyndnasta sem ég hef upplifað“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 16. nóvember 2017 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erna Kristín, eigandi Ernulands, ákvað að gera vel við sig á dögunum. Hún pantaði sér kjól á netinu og beið spennt eftir að fá hann í hendurnar. Kjólinn sem hún fékk var hins vegar ekki sami kjóll og hún pantaði. „Útkoman er það fyndnasta sem ég hef upplifað,“ segir Erna um kjólinn.

Erna sagði frá þessum sprenghlægilegu kjólamistökum fyrst á Króm.

Ekki vön að versla á netinu

„Ég er ekki vön að versla mér kjól á netinu, ég almennt treysti því ekki. En ég var í svaka stuði og nýbúin að fá útborgað. Þá líður manni oft eins og maður geti sigrað heiminn,“ segir Erna.

„Ég sá þennan gullfallega kjól. Ég er ekki vön að velja þennan lit en ég er að fara að gifta mig á Ítalíu næsta sumar og fannst kjólinn fullkominn fyrir ferðina. Ég pantaði kjólinn í XL til að vera alveg örugg. Það var tekið fram á síðunni að fötin eru „frekar lítil í stærðum“ og það er mælt með því að taka númeri stærra en maður er vanur að taka. Ég er vön að vera í M og tók því tveimur stærðum stærra.“

Erna Kristín pantaði kjólinn á Diva Noche, en netverslunin er með yfir 310 þúsund „like,“ og taldi því Erna síðuna trúverðuga. Hún fékk kjólinn loks í hendurnar og mátaði hann.

„Ef það er skoðað myndina betur þá sést að ermarnar eru einstaklega stuttar og líka kjóllinn. Svo má sjá að liturinn er ekki beint sá sami,“ segir Erna.
Útkoman „Ef það er skoðað myndina betur þá sést að ermarnar eru einstaklega stuttar og líka kjóllinn. Svo má sjá að liturinn er ekki beint sá sami,“ segir Erna.

„Útkoman er það fyndnasta sem ég hef upplifað. Ég auðvitað gerði í því að standa með bumbuna út í loftið, en það breytir því ekki að þessi kjóll er augljóslega á barn. Þetta er náttúrlega ekki eðlilega fyndið,“ segir Erna og hlær.

„Ég ligg enn þá í kasti þegar ég skoða kjólinn. Það er alltaf gott að hlægja svo ekkert svekk hér. Bara pissublautar nærbuxur yfir hláturkrampa dagsins.“

Hægt er að fylgjast með Ernu á Snapchat: @Ernuland

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír
Fókus
Fyrir 4 dögum

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði
Fókus
Fyrir 1 viku

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“
Fókus
Fyrir 1 viku

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna