fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fókus

Eiginkona Emils Hallfreðssonar segir íslenska miðla hunsa afrek hans

Auður Ösp
Föstudaginn 27. janúar 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Undanfarnar fjórar vikur hefur Emil mætt Inter, Róma, Empoli og svo núna um helgina er það AC Milan. Hvergi í fjölmiðlum er minnst á að þessir leikir standi til,“ segir Ása María Reginsdóttir, eiginkona Emil Hallfreðssonar landsliðsmanns og leikmanns Udinese í Seríu A – á Ítalíu en hún telur Emil ekki fá þá umfjöllun í fjölmiðlum sem hann eigi skilið.

Þetta kemur fram á vef 433.is en Ása María ritaði færslu á facebook á dögunum þar sem hún sagði miður að þau afrek Emils á fótboltavellinum hafi ekki verið gert hærra undir höfði í íslenskum miðlum. Hún tekur frma að aðstæðurnar hjá Udiense séu með þeim allra bestu, og þá sé ítalska deildin eins sú sterkasta í heimi.

Mynd: EPA

„Emil hefur misst af nokkrum leikjum vegna meiðsla en annars er hann annað hvort í byrjunarliðinu eða komið inn á snemma í seinni hálfleik. Udinese er frábær klúbbur með aðstæður eins og þær gerast bestar. Glæsilegur og nýr heimavöllur, topp æfingaraðstaða, 12 sjúkraþjálfarar ( í öðrum liðum eru 4-5 max), SPA með öllum mögulegum gufum og kæliböðum og 5* mötuneyti fyrir leikmenn og fjölskyldur þeirra.“

Þá segir hún Emil hafa náð þessum glæsta árangri þegjandi og hljóðlaust.

„Ég er ekki að vorkenna okkur fyrir þá litlu = engu umfjöllun sem atvinnumannaferill Emils fær. Mér þykir bara svo miður að ungir íþróttamenn heyri ekki af hans afrekum því betri fyrirmynd innan vallar sem utan er vandfundin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þegar ég hitti annað fólk sem á sömu lífsreynslu gerist eitthvað, þar sem báðir aðilar skilja hvað hinn hefur upplifað“

„Þegar ég hitti annað fólk sem á sömu lífsreynslu gerist eitthvað, þar sem báðir aðilar skilja hvað hinn hefur upplifað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Að stíga út fyrir þægindarammann tók sinn tíma“

Vikan á Instagram – „Að stíga út fyrir þægindarammann tók sinn tíma“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry óttast útskúfun frá Bretlandi þegar Vilhjálmur tekur við völdum

Harry óttast útskúfun frá Bretlandi þegar Vilhjálmur tekur við völdum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú fengið meira út úr göngutúrnum

Svona getur þú fengið meira út úr göngutúrnum