fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fókus

Hnakkurinn frumraunin

Palm West syngur kántrí á íslensku – Gefur í dag út sitt fyrsta lag

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 25. janúar 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag gefur íslenski kántrísöngvarinn Palm West út sitt fyrsta lag. Lagið, sem heitir því viðeigandi nafni Hnakkurinn, má finna á Youtube-síðu Palm West og like-síðu hans á Facebook. Kántrísöngvarinn Palm West er íslenskur, en hann hefur komið fram á hinum ýmsu stöðum undanfarið og fengið góðar viðtökur. Palm West syngur kántrí á íslensku og þykir einn sá efnilegasti á landinu sem syngur á íslenskri tungu.

„Hestar hafa alltaf verið hluti af lífi mínu,“ segir Palm West, „en afi minn ræktaði hesta í fjölda ára við góðan orðstír. Ég varði miklum tíma æsku minnar í sveitinni hjá afa mínum og ömmu í kringum hestana og öll hin dýrin.“

Maðurinn á bak við Palm West er listamaðurinn Pálmar Örn Guðmundsson, en hann syngur sem trúbador með félaga sínum, Svani Bjarka, í dúettinum DúBilló. Pálmar Örn málar einnig myndir og birtist viðtal við hann í DV árið 2015 [(http://www.dv.is/folk/2015/5/1/leitar-aevintyranna-i-myndlistinni-og-lifinu-um-leid/)]. „Hugmyndin að Palm West og kántrítónlistinni er pínu „spontant“, en þó má rekja hana til mikils áhuga míns á kúrekum í æsku og aðdáun minni á Johnny Cash,“ segir Pálmar Örn.

Þeir sem eru áhugasamir um kántrítónlist og Palm West ættu endilega að hlýða á Hnakkinn og láta sér líka við síðu Palm West.

Facebooksíða Palm West [(https://www.facebook.com/palmwestthebest)]

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=DjFYPGVOrdI&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lesið upp fyrir ketti í dag!

Lesið upp fyrir ketti í dag!
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kim Kardashian fjarlægði myndir af Harry og Meghan

Kim Kardashian fjarlægði myndir af Harry og Meghan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórleikari óþekkjanlegur á setti – Umdeildur sökum ásakana um framhjáhald, einelti og áreitni

Stórleikari óþekkjanlegur á setti – Umdeildur sökum ásakana um framhjáhald, einelti og áreitni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var fljótasta kona heims en á í dag erfitt með að ganga niður stiga

Var fljótasta kona heims en á í dag erfitt með að ganga niður stiga
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný raunveruleikastjarna vekur mikla athygli – En áhorfendur velta einu fyrir sér

Ný raunveruleikastjarna vekur mikla athygli – En áhorfendur velta einu fyrir sér