fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fókus

Finnst of mikið um klámbrandara í dag

Laddi segir íslenskt grín hafa mikið breyst í gegnum tíðina

Kristján Guðjónsson
Laugardaginn 21. janúar 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þótt Laddi sé fyrst og fremst þekktur sem skemmtikraftur og óumdeilanlega mesti karaktergrínisti landsins, er honum margt annað til lista lagt. Hann hefur markað spor í tónlistarsögu þjóðarinnar með ódauðlegum dægurlögum á borð við Sandalar, Búkolla og Austurstræti. Nú síðast er hann farinn að grufla af alvöru í myndlistinni – en á því sviði er honum fúlasta alvara. Laddi settist niður með Kristjáni Guðjónssyni og ræddi við hann um hvernig það er að eldast, um golfástríðuna, um íslenskt grín fyrr og nú og drauminn um að gerast myndlistarmaður á Spáni. Hér fyrir neðan birtist brot úr viðtalinu.


Hverjir hafa verið þínir helstu áhrifavaldar í gríninu?

„Í gamla daga var það Chaplin í þöglu myndunum og svo var það Jerry Lewis sem var alltaf með Dean Martin. Hann var mitt ídol. Hann var með allar þessar grettur og geiflur sem ég hermdi svolítið eftir. Hann gerði karakterinn Nutty Professor sem mér fannst algjör snilld. Mér fannst svo áhugavert að búa til karaktera og breytast algjörlega. Ég fór þá sjálfur að fíflast með að búa til einhverja karaktera, án þess að gefa þeim nöfn fyrst um sinn. Svo komu kvikmyndaleikarar eins og Peter Sellers, ég dýrkaði hann. Hann átti örugglega metið í að gera marga karaktera – en ég held ég hafi örugglega toppað það met. Gísli Rúnar heldur því reyndar fram að ég eigi heimsmet í að búa til marga karaktera sem eru svo þekktir að þeir eru nánast með kennitölu.“

Fylgist þú mikið með íslensku gríni í dag?

„Ég verð að játa að ég fylgist ekki mikið með nema það sem kemur í sjónvarpi. Ég hef ekki mikið verið að fara á uppistandssýningar nema kannski Mið-Ísland til að byrja með. Mér finnst Ari Eldjárn standa upp úr, þó það séu margir mjög fínir. Þetta er orðið svo mikið – það eru allir uppistandarar í dag.“

Nú er sonur þinn, Þórhallur Þórhallsson, einmitt nokkuð áberandi uppistandari. Getur þú eitthvað sagt honum til á þeim vettvangi?

„Ég reyni að gefa honum góðar ábendingar, en sennilega fer hann ekkert eftir þeim. Ég er bara með eitthvert gamalt grín. Þetta er aðeins öðruvísi í dag. Ég er ekki beint uppistandari því ég hef alltaf notað tónlistina með, eða gert sýningar og einhvers konar kabarett. Maður er svolítið fastur í því.“

Of mikið af klámbröndurum í dag

En hvernig finnst þér íslenskt grín í dag, finnst þér það fyrst og fremst vera formið sem hefur breyst, eða hefur það breyst í grunninn?

„Það er aðallega formið sem hefur breyst en svo eru það líka aðrar áherslur. Hjá þeim sem eru nýbyrjaðir er það oft svolítið mikið klám, typpi og rass. Það er svo auðvelt að fara út í það og mér finnst fólk gera of mikið af því. Ég hef einmitt verið að skamma Þórhall fyrir það! Við Halli náðum að vera alveg lausir við það – fórum aldrei út í slíkt. En kannski er þetta það sem fólkið vill í dag og það er kannski þess vegna sem ég hef ekki meiri áhuga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dóttir Hulk Hogan útskýrir hvers vegna hún mætti ekki í jarðarförina hans

Dóttir Hulk Hogan útskýrir hvers vegna hún mætti ekki í jarðarförina hans
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig hafa fengið krabbamein vegna framhjáhaldsins

Telur sig hafa fengið krabbamein vegna framhjáhaldsins