fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fókus

Fullar sættir hjá Jolie og Voight

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 16. maí 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lengi var afar kalt milli feðginanna Angelinu Jolie og Jon Voight en um tíma töluðust þau ekki við. Kuldinn var aldrei meiri en árið 2002 en þá sagði Voight að dóttir sín ætti við alvarleg andleg veikindi að glíma. Sama ár lét Jolie fjarlægja Voight-eftirnafn sitt úr öllum opinberum pappírum. Smám saman skánaði sambandið og nú bendir allt til þess að það sé orðið ljómandi gott. Nýlega sáust feðginin borða saman á sushi-stað með fjórum af sex börnum Jolie þar sem skipst var á gjöfum. Nokkrum dögum siðar sagði Voight við blaðamann að Jolie væri dásamleg móðir.

Jolie er dóttir Voight og Marciu Bertrand sem var önnur eiginkona hans. Leikarinn yfirgaf Bertrand þegar Jolie var tæplega eins árs. Bertrand lést 56 ára gömul eftir margra ára baráttu við krabbamein. Jolie hefur ávallt haft minningu móður sinnar í heiðri, en minna hefur farið fyrir hrifningu hennar á föðurnum.

Jon Voight leikur í fimmtu þáttaröðinni af Ray Donovan en sýningar hefjast í ágúst. Ný mynd Angelinu Jolie, First They Killed My Father, verður sýnd í haust á Netflix. Myndin var tekin upp í Kambódíu og er byggð á endurminningum Loung Ung sem komu út árið 2006, en þar segir hún frá hryllingnum sem hún upplifði á tímum Rauðu kmeranna. Jolie leikstýrir myndinni og fimmtán ára sonur hennar, Maddox, var henni til aðstoðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld