fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fókus

„Þetta er risastórt skref í lífinu fyrir mig og ákveðinn sigur“

Elísabet Ormslev (24) gefur út sitt fyrsta lag:

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 26. apríl 2017 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Elísabet Ormslev gaf í dag út sitt fyrsta lag, Moving on. Elísabet á ekki langt að sækja sönghæfileikana, en móðir hennar er ein af okkar ástsælustu söngkonum, Helga Möller.

Lag og texta semur Elísabet í samvinnu við Örlyg Smára.

Á Facebooksíðu sinni skrifar Elísabet: „Þetta er risastórt skref í lífinu fyrir mig og ákveðinn sigur að láta þetta allt saman verða að veruleika. Ég er svo yfirnáttúrulega þakklát fyrir alla ástina og umfram allt alla þá sem hafa hjálpað mér og sýnt mér allan þennan stuðning í að gera þetta vel. Endalaus ást og þakklæti!!“

Við uppfærslu tónlistarmyndbandsins á youtube í dag urðu smá byrjunarörðugleikar þar sem útgáfan sem sett var inn var í mono, en ekki stereo. Baðst Elísabet velvirðingar á því á Facebooksíðu sinni í dag, en ljóst er að fall er fararheill því lagið er stórgott og Elísabet á framtíðina fyrir sér í tónlistarheiminum.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=xNERQuwq_t8?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“
Fókus
Í gær

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sonur Óskarsverðlaunaleikara: Sambandið í rúst – birtir tölvupóst sem sönnun

Sonur Óskarsverðlaunaleikara: Sambandið í rúst – birtir tölvupóst sem sönnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“