fbpx
Föstudagur 25.júlí 2025
Fókus

Langir og strangir dagar hjá Ungfrú Ísland: Taktu þátt í kosningunni í Miss Universe

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 27. janúar 2017 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

86 fögur fljóð víðs vegar að úr heiminum keppa nú um titilinn Miss Universe 2017 á Manila í Filippseyjum. Í gær gengu stúlkurnar um sviðið í bikiníum, síðkjólum og þjóðbúningum síns heimalands. Þjóðbúningaþemað var þó mjög frjálslegt og má sem dæmi nefna að Ungfrú Svíþjóð kom fram í gervi Línu Langsokks með hestinn útbúinn úr pappa og ungfrú Frakkland kom fram klæðlítil líkt og hún hefði verið að stíga af sviði Rauðu Myllunnar (Moulin Rouge).

Fulltrúi Íslands, Hildur María Leifsdóttir, var glæsileg í alla staði. Þjóðbúningurinn sem samanstóð af heilgalla og skikkju í íslensku fánalitunum, táknaði andstæður heimalandsins, eld og ís.

Manuela Ósk Harðardóttir, eigandi Miss Universe Ísland og fyrrum Ungfrú Ísland er Hildi Maríu til halds og trausts og segir hana standa sig afskaplega vel.

„Hún er að standa sig svakalega vel,“ sagði Manuela Ósk í gærkvöldi við blaðamann DV. „Hildur María negldi dómaraviðtalið alveg 100% og var geggjuð í gær á sviðinu.“

Manuela Ósk þekkir keppnina af eigin raun, en hún tók þátt í Miss Universe árið 2003, en varð að hætta keppni sökum veikinda.

Myndband frá kvöldinu í gær má sjá hér fyrir neðan, en Hildi Maríu bregður fyrir á mínútum 18, 43 og 85.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=t9Kk_obFRhI&w=640&h=360]

Gefðu Hildi Maríu þitt atkvæði

Dagarnir í Manila eru langir og strangir, þrír dagar sem samanstanda af viðtölum við dómara keppninnar og fyrrnefndu kynningarkvöldi, þar sem stúlkurnar gengu um í síðkjólum, bikiníum og þjóðbúningum. Úr þeim hópi verða valdar stúlkur sem keppa munu til úrslita sunnudagskvöldið næstkomandi 29. janúar.

Annað árið í röð geta aðdáendur haft áhrif og valið sína uppáhalds stúlku, en 12 stúlkur munu keppa til úrslita á sunnudagskvöld.

Hægt er að kjósa Hildi Maríu hér og má gefa henni 10 atkvæði hvorn dag, en atkvæðagreiðsla er opin í dag og á morgun, laugardag.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=Ed37n-gSFc8&w=640&h=360]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Coldplayhneykslið – Segir framhjáhaldarann mögulega geta höfðað mál gegn sveitinni

Coldplayhneykslið – Segir framhjáhaldarann mögulega geta höfðað mál gegn sveitinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Óskarsverðlaunaleikkona syrgir sinn fyrrverandi sem drukknaði í skelfilegu slysi

Óskarsverðlaunaleikkona syrgir sinn fyrrverandi sem drukknaði í skelfilegu slysi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Orðrómur frá Hollywood – Eru ljóshærða kynbomban og djúpraddaði hjartaknúsarinn að draga sig saman á gamalsaldri?

Orðrómur frá Hollywood – Eru ljóshærða kynbomban og djúpraddaði hjartaknúsarinn að draga sig saman á gamalsaldri?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Helgi Ómars og Pétur flytja sig um set

Helgi Ómars og Pétur flytja sig um set
Fókus
Fyrir 4 dögum

Smyglaði myndavél inn á stærsta tónleikaviðburð sögunnar – Live Aid í 35 kornóttum myndum frá fremstu röð

Smyglaði myndavél inn á stærsta tónleikaviðburð sögunnar – Live Aid í 35 kornóttum myndum frá fremstu röð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harkan eykst í skilnaðinum – Sakar Richards um framhjáhald

Harkan eykst í skilnaðinum – Sakar Richards um framhjáhald
Fókus
Fyrir 5 dögum

Forstjóri Astronomer settur í leyfi eftir Coldplay-hneykslið

Forstjóri Astronomer settur í leyfi eftir Coldplay-hneykslið
Fókus
Fyrir 6 dögum

Gæsahúð og góðar minningar

Gæsahúð og góðar minningar