fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fókus

Vísindakirkjan reyndi að koma í veg fyrir að John Travolta léki í Pulp Fiction

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 25. janúar 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hefði Vísindakirkjan fengið að ráða hefði ein eftirminnilegasta kvikmynd 20. aldarinnar, Pulp Fiction, ekki skartað John Travolta í einu af aðalhlutverkunum.

Myndin, sem kom út árið 1994, er af mörgum talin ein besta kvikmynd sögunnar en henni var leikstýrt af sjálfum Quentin Tarantino. Fulltrúi Vísindakirkjunnar, Mike Rinder, hefur viðurkennt að hann hafi reynt að fá Travolta, sem er einn þekktasti meðlimur kirkjunnar, ofan af því að leika í myndinni.

Mike ræddi þetta atvik í viðtali heimildaþáttaröð Leah Remini: Scientology and the Aftermath. „Þegar Quentin Tarantino ræddi við Travolta um að taka að sér hlutverk í myndinni bað Travolta mig um að skoða handritið og segja hvað mér fyndist. Og hlutverkið sem hann átti að leika var hlutverk leigumorðingja sem var háður heróíni,“ sagði Rinder og bætti við að hann hafi verið alveg skýr í afstöðu sinni: Travolta ætti ekki að taka hlutverkið að sér.

John Travolta hlustaði ekki á þessar ráðleggingar Mikes, sem betur fer segja eflaust margir. Þó að almenn ánægja hafi verið með myndina hlaut hún aðeins ein Óskarsverðlaun og voru þau veitt fyrir besta handritið. John Travolta var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir besta leik í aðahlutverki en verðlaunin það ár hlaut Tom Hanks fyrir myndina Forrest Gump.

via GIPHY

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndirnar: Stjörnuparið gekk rauða dregilinn saman í fyrsta skipti

Sjáðu myndirnar: Stjörnuparið gekk rauða dregilinn saman í fyrsta skipti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svavar Elliði fór í hárígræðslu í Tyrklandi – „Ég held ég myndi ekki gera þetta aftur“

Svavar Elliði fór í hárígræðslu í Tyrklandi – „Ég held ég myndi ekki gera þetta aftur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu VÆB æfa á stóra sviðinu í Sviss

Sjáðu VÆB æfa á stóra sviðinu í Sviss
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði
Fókus
Fyrir 4 dögum

Egill búinn að fá nóg af því að vera flokkaður í staðalímynd – „Ótrúlega þreyttur málflutningur“

Egill búinn að fá nóg af því að vera flokkaður í staðalímynd – „Ótrúlega þreyttur málflutningur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“