fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fókus

Þráinn segir bless eftir að Facebook fjarlægði typpamynd

Ósáttur við ritskoðun Facebook

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 25. janúar 2017 22:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fer nú ekki að verða tímabært að fyrrnefnda þjóðin fái sérstaka akrein á helstu umferðaræðum höfuðborgarinnar? Til að byrja með gæti sú síðarnefnda í merkta pelsinum notast við hjólabrautir og gangstéttir.“

Þetta skrifaði rithöfundurinn og leikstjórinn Þráinn Bertelsson á Facebook og birti mynd af manni sem klæddist engu nema pels. Á myndinni mátti sjá kynfæri mannsins. Þráinn þykir beittur penni og hefur sterkar skoðanir. Í þetta sinn nýtti hann umræðu um umdeilda merkta pelsa sem Peta ætlaði að gefa Fjölskylduhjálp Íslands til að bauna á ráðamenn.

Stjórnendum Facebook þótti myndin heldur gróf og hefur nú fjarlægt bæði hana og textann sem fylgdi. Er Þráinn afar ósáttur við þá ákvörðun og segist ætla kveðja samfélagsmiðilinn. Fjölmargir vina hans hafa biðlað til hans að endurskoða ákvörðun sína og halda áfram að gera þeim glaðan dag. Þráinn segir:

„Jæja, elskurnar, Ameríkanarnir sem eiga Facebook fengu hland fyrir hjartað þegar ég leyfði mér að birta mynd af allsberum karlmanni með Facebookfærslu hérna og tóku sig til og fjarlægðu bæði myndina og færsluna.“

Þráinn kveðst ekkert hafa á móti ritstjórn. Hún sé nauðsynleg öllum metnaðarfullum fjölmiðlum. En nú hafi stjórnendur Facebook farið yfir strikið.

„ … en ritstjórn af þessu tagi er heimskulegri en allt sem heimskulegt er. Og lýkur þá mínum ferli hérna á Facebook. Takk fyrir samfylgdina,“ segir Þráinn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina
Fókus
Í gær

Er allt sem við vitum um Suðurskautslandið lygi?

Er allt sem við vitum um Suðurskautslandið lygi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra
Fókus
Fyrir 4 dögum

Líf – Fantagóð frumraun sem gefur lesandanum engin grið

Líf – Fantagóð frumraun sem gefur lesandanum engin grið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“