fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fókus

Bibbi í Skálmöld: „Ef allir myndu hugsa svona væri heimurinn betri staður“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 18. janúar 2017 20:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Allt sem á eftir fer gerðist á nákvæmlega klukkutíma. Ég sat í sætinu mínu í vinnunni og ýtti á send þegar þessi klukkustund hófst, 60 mínútum var ég sestur aftur.“ Þannig lýsir Snæbjörn Ragnarsson, einnig þekktur sem Bibbi í Skálmöld nokkuð sérstakri atburðarás sem hann upplifði í gær í kjölfar þess að bíllinn hans bilaði. Óhætt er að segja að frásögn Bibba sýni fram á hversu mikill áhrifamáttur samfélagsmiðla getur verið.

Bibbi rekur atburðarásina í færslu á facebook síðu sinni sem vakið hefur mikla lukku. Lýsir hann því þannig að bifreið hans hafi hætt að virka þar sem hann var staddur ásamt dóttur sinni á bílastæði í Borgartúni. Ekki gekk að gefa bílnum start og var því ekki um annað að ræða en að skilja bílinn eftir og halda heim. Það vildi hins vegar svo til að Bibbi hafði pantað tíma fyrir bílinn á verkstæði næsta dag, einum og hálfum sólarhring eftir að hann hætti að virka.

„Þegar ég á bilaðan bíl fyllist ég vanmætti því ég veit ekkert um þessa hluti, hvorki hvað þarf mögulega að gera og alls ekki hvernig maður kemur gamalli, sjálfskiptri Toyotu upp á Skemmuveg. Ég var með í maganum yfir þessu fram að hádegi í dag en gerði svo annað af tvennu sem leysir hluti nútímans: ég setti status á Facebook og bað um ráð. (Fyrir ykkur sem ekki vitið þá er það YouTube sem leysir hinn helminginn.)“

ritar Bibbi sem jafnframt ákvað að láta reyna á heppnina og „taggaði“ því bílaverkstæðið í hjálparbeiðninni á facebook. Um er að ræða verkstæðið Toppur ehf. „Allt sem á eftir fer gerðist á nákvæmlega klukkutíma. Ég sat í sætinu mínu í vinnunni og ýtti á send þegar þessi klukkustund hófst, 60 mínútum var ég sestur aftur,“ ritar Bibbi því næst.

„Mínútu eftir að ég sendi statusinn út í kosmósinn hafði verkstæðið kommentað, skotið á hvað gæti verið að og gefið mér upp nafn og síma. Ég, afar hissa á þessum snöggu viðbrögðum, hringdi tafarlaust og fékk rakleiðis samband við sama mann og hafði rétt þessa líflínu. Hann spurði mig örlítið út í hegðun bílsins og hvar hann væri. Algerlega óumbeðinn spurði hann hvort hann ætti nú ekki að skjótast bara niðureftir og reyna að koma bílnum í gang, það gæti reynst kostnaðarsamt að láta draga hann. Ég hreyfði alls engum mótmælum og sirka 20 mínútum síðar hringdi hann í mig aftur, þá lentur í Borgartúninu. Ég vinn ekki nema steinsnar frá vettvangi svo ég stökk út í bílinn sem mamma hafði lánað mér og var kominn til móts við manninn örfáum mínútum síðar.

Og hann var með tæki. Hann var ekki með neina „pingpong startkapla“ eins og hann kallaði kaplana mína og var ekki að hrósa þeim, hann var með fáránlega smátt tæki sem hann tengdi við rafgeyminn. Rafhlöðutæki. Þarna hitti hann á veikan blett hjá mér. Tæki. Tæki eru uppáhaldið mitt. Síðan settist hann inn í bílinn minn og ræsti hann. Létt.

Bibbi lýsir því þannig að hinn kumpánalegi starfsmaður hafi því næst boðið honum að koma strax með bílinn á verkstæðið og skilja hann eftir þar. Ekki nóg með það, heldur bauðst hann einnig til að skutla Bibba í vinnuna á ný eftir að búið væri að ferja bílinn á verkstæðið.

„Þetta valmenni, sem heitir Sigurjón, tók niður hjá mér smávægilegar upplýsingar og þrumaði mér síðan aftur niður í Borgartún. Á leiðinni gátum við auðvitað rætt aðeins saman og hæst fór sú stórkostlega staðreynd að hann hefði sigrað hið sögufræga Húsavíkur-rall fyrstur allra, sennilega in the 80s, og sagði mér nokkrar stórbrotnar hraðaksturssögur af sjálfum sér og þekktum Húsvíkingum.“

„Örskömmu síðar kvaddi ég hann með handabandi, sjippaði barnastólum yfir í bílinn hennar mömmu og brunaði aftur á PIPAR\TBWA. Þar settist ég niður og trúði því ekki hvað hafði gerst. Sléttur klukkari. Búmm!“ ritar Bibbi þvínæst og bætir við.

„Ég veit ekki hvers vegna ég ætti nokkurn tímann að fara með bílana mína annað en á Toppinn í framtíðinni. Þarna fóru saman þjónustulund, lífsgleði, hjálpsemi, manngæska og auðvitað viðskiptavit. Ef allir myndu hugsa svona væri heimurinn betri staður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Læknir segir að þessi algenga venja geti verið hættuleg eftir líkamsrækt

Læknir segir að þessi algenga venja geti verið hættuleg eftir líkamsrækt
Fókus
Fyrir 5 dögum

Geir Gunnar rifjar upp atvik sem hann skammast sín fyrir – „Ég brást mjög illa við“

Geir Gunnar rifjar upp atvik sem hann skammast sín fyrir – „Ég brást mjög illa við“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vildi grennast fyrir brúðkaup sonar síns og stækkaði Ozempic skammtinn – „Þetta drap mig næstum því“

Vildi grennast fyrir brúðkaup sonar síns og stækkaði Ozempic skammtinn – „Þetta drap mig næstum því“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Simmi Vill segir að kona hafi eltihrellt hann í yfir þrjú ár – „Hún stóð við bílinn minn þegar ég kom út“

Simmi Vill segir að kona hafi eltihrellt hann í yfir þrjú ár – „Hún stóð við bílinn minn þegar ég kom út“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Travis Barker hafður að háði og spotti fyrir „krípí“ hegðun gagnvart tengdadótturinni

Travis Barker hafður að háði og spotti fyrir „krípí“ hegðun gagnvart tengdadótturinni