Kanadísku poppstjörnunni ákaft fagnað af þúsundum Íslendinga
Óhætt er að segja að Justin Bieber hafi verið ákaft fagnað af þúsundum Íslendinga sem troðfylltu Kórinn í Kópavogi í kvöld. Meðfylgjandi myndir eru teknar á tónleikum kappans sem nú standa yfir.
Blaðamaður DV sem er á tónleikunum segir að allt hafi gengið vel fyrir sig. Tónleikarnir séu flottir og sviðið eitt það flottasta sem sett hafi verið upp hér á landi. Justin mætti á sviðið fyrir um níu leytið og var hann flottur, nú sem endranær. Hann var klæddur í rifnar gallabuxur, köflótta skyrtu og glæsilegan brúnan jakka. Myndirnar sem fylgja fréttinni tók Sigtryggur Ari, ljósmyndari DV.