fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fókus

Game of Thrones fékk 12 verðlaun á Emmy

Þetta eru helstu sigurvegarar kvöldsins

Kristín Clausen
Mánudaginn 19. september 2016 16:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsserían Game of Thrones kom sá og sigraði á Emmy verðlaunahátíðinni í gær en þátturinn hlaut samtals 12 verðlaun. Þáttaraðir Game of Thrones eru nú orðnar sex og heildarfjöldi Emmy verðlaunagripa eru 37.

Game of Thrones fékk meðal annars verðlaun í gær fyrir besta dramaþáttinn, besta handritið og besta leikstjórnin. Mörg hinna verðlaunanna tengdust tæknilegum atriðum.

The Voice var valinn besti raunveruleikaþátturinn og besta sjónvarpsmyndin að mati Emmy dómnefndarinnar árið 2016 er Sherlock: The Abominable Bride.

Veep fékk verðlaun sem besti gamanþátturinn og Julia Louis-Dreyfus var valin besta leikkonan í gamanþætti. Besti leikari í gamanþætti var Jeffrey Tambor í Transparent.

Last Week Tonight With John Oliver var svo valinn besti spjallþátturinn.

Verðlaun fyrir besta leik í dramaþætti fengu Ben Mendelsohn fyrir Bloodline og Dame Maggie Smith fyrir Downton Abbey.

The People v OJ Simpson fékk verðlaun sem besta stutta þáttaröðin

Hér má sjá vinningshafa alla vinningshafa kvöldsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt