fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fókus

Cohen kveður Marianne: „Við hittumst neðar á veginum“

Samdi tvö lög og ljóð til Marianne – „Ég hef alltaf elskað þig fyrir fegurð þína og visku“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 9. ágúst 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin norska Marianne Ihlen lést 81 árs gömul 29. júlí síðastliðinn. Hún var sú Maríanna sem söngvaskáldið Leonard Cohen söng til í lagi sínu „So long, Marianne“ sem löngu er orðið sígilt og gert hefur nafn Maríönnu ódauðlegt. Cohen og Marianne voru par og bjuggu saman á grísku eyjunni Hydru á sjöunda áratugnum. Seinna skildi leiðir en Leonard Cohen samdi þó tvö lög og ljóð til Marianne sem urðu meðal hans þekktustu verka. Það eru „So long, Marianne“ og „Bird on a Wire.“

Marianne Ihlen flutti síðan heim til Noregs þar sem hún bjó alla tíð. Þegar hún var helsjúk af hvítblæði og lá á dánarbeði hafði Jan Christian Mollestad, vinur hennar, samband við Leonard Cohen og lét hann vita hvert stefndi. „Það liðu aðeins tveir tímar þar til við fengum svar með þessu fallega bréfi frá Leonard til Marianne. Við fórum með það til hennar daginn eftir. Hún var með fullri meðvitund og gladdist mjög yfir því að hann hefði skrifað henni,“ sagði Mollestad í vitali við kanadísku útvarpsstöðina CBC. Mollestad greindi svo frá hluta bréfsins þar sem sagði meðal annars:

„Jæja þá Maríanna. Sú stund er komin að við erum orðin svo gömul og líkamar okkar bila og ég held að ég muni fylgja á eftir þér mjög fljótlega. Vita skaltu að ég er svo skammt að baki þér að ef þú réttir út hönd þína þá held ég að þú getir náð til minnar. Og þú veist að ég hef alltaf elskað þig fyrir fegurð þína og visku, en ég þarf ekki að segja neitt meira því þú veist allt um það. En að sinni, ég vil einungis óska þér góðrar ferðar. Vertu sæl, gamli vinur. Takmarkalaus ást, við hittumst neðar á veginum.“

Mollestad tjáði CBC að Marianne Ihlen hafi rétt út hönd sína þegar hann las orðin „ef þú réttir út hönd þína.“ Svo sagði hann: „Aðeins tveimur dögum síðar missti hún meðvitund og lést. Ég skrifaði bréf til Leonards og sagði honum að ég hefði raulað „Bird on a Wire“ síðustu andartökin sem hún lifði því það var lagið sem henni þótti standa sér næst. Svo kyssti ég hana á ennið, gekk út úr herberginu og sagði „So long, Marianne“.“

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=cZI6EdnvH-8&w=640&h=480]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Justin Bieber virðist reykja kannabis á Íslandi – Sjáðu myndirnar

Justin Bieber virðist reykja kannabis á Íslandi – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kanye deilir hrollvekjandi færslu um að hann sé „drottnari“ Biöncu

Kanye deilir hrollvekjandi færslu um að hann sé „drottnari“ Biöncu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fylgdarkona varar við hættulegu kynlífstrendi meðal para – „Þetta er ógnvekjandi“

Fylgdarkona varar við hættulegu kynlífstrendi meðal para – „Þetta er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Reglurnar í villtu „lífsstílspartýjunum“ sem allir þurfa að fylgja

Reglurnar í villtu „lífsstílspartýjunum“ sem allir þurfa að fylgja
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjáðu teikningu Lóu af njósnamáli Björgólfs Thors

Sjáðu teikningu Lóu af njósnamáli Björgólfs Thors
Fókus
Fyrir 5 dögum

Nýjar myndir af söngkonunni ýta undir Ozempic orðróm

Nýjar myndir af söngkonunni ýta undir Ozempic orðróm