fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fókus

Nýtt hótel í Dubai með tilbúnum regnskógi, strönd og trampólíngarði

Kristín Clausen
Mánudaginn 15. ágúst 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dubai er löngu orðið heimsþekkt fyrir gríðarlegar öfgar er kemur að mannvirkjum, lúxusbifreiðum og lífstíl ríka fólksins. Í furstadæminu má meðal annars finna hæsta skýjakljúfur heims, tilbúna eyju og lúxus hótel sem eru útbúin munaði sem fyrirfinnst hvergi annarstaðar í veröldinni.

Nýtt hótel sem er í byggingu í Dubai hefur vakið gríðarlega athygli fyrir framúrskarandi stíl en það mun án efa setja upplifun af hótelgistingu á æðra stig.

Á hótelinu verður 7000 fermetra regnskógur, tilbúin strönd, sundlaugar með rennibrautum og annarri afþreyingu fyrir litla fólkið og tré sem svala gestum í hitanum með því að úða vatni yfir þá.

Svamlandi hvalir bjóða gesti velkomna
Aðkoman er heldur betur upplifun Svamlandi hvalir bjóða gesti velkomna

Framkvæmdin mun kosta um 230 milljón pund eða sem nemur 35 milljörðum íslenskra króna. Hótelið verður rekið undir stjórn Hilton veldisins en Dubai er ekki aðeins vinsæll ferðamannastaður fyrir moldríkt fólk heldur er staðsetning furstadæmisins mikilvæg tenging flugumferðar á milli Evrópu og Asíu.

Börnin eiga án efa eftir að skemmta sér konunglega
Hótelinu er ætlað að vera fjölskylduhótel Börnin eiga án efa eftir að skemmta sér konunglega
Börnin eiga án efa eftir að skemmta sér konunglega
Hótelinu er ætlað að vera fjölskylduhótel Börnin eiga án efa eftir að skemmta sér konunglega

Hótelið opnar árið 2018 en um helgina birtu forsvarsmenn þess myndir af því sem koma skal. Hótelið verður á 47 hæðum en þar verður einnig að finna framandi plöntutegundir sem eiga að skapa einstaka upplifun fyrir gesti.

Þar verður að finna plöntur og dýralíf er fyrirfinnst í alvöru regnskógum
Mikið er lagt í regnskóginn Þar verður að finna plöntur og dýralíf er fyrirfinnst í alvöru regnskógum

Á hótelinu, sem er ætlað að sem er ætlað að verða fjölskylduhótel, verður einnig að finna leikvöll fyrir börn með ævintýraþema, keilusal og trampólín garð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Justin Bieber virðist reykja kannabis á Íslandi – Sjáðu myndirnar

Justin Bieber virðist reykja kannabis á Íslandi – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kanye deilir hrollvekjandi færslu um að hann sé „drottnari“ Biöncu

Kanye deilir hrollvekjandi færslu um að hann sé „drottnari“ Biöncu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fylgdarkona varar við hættulegu kynlífstrendi meðal para – „Þetta er ógnvekjandi“

Fylgdarkona varar við hættulegu kynlífstrendi meðal para – „Þetta er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Reglurnar í villtu „lífsstílspartýjunum“ sem allir þurfa að fylgja

Reglurnar í villtu „lífsstílspartýjunum“ sem allir þurfa að fylgja
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjáðu teikningu Lóu af njósnamáli Björgólfs Thors

Sjáðu teikningu Lóu af njósnamáli Björgólfs Thors
Fókus
Fyrir 5 dögum

Nýjar myndir af söngkonunni ýta undir Ozempic orðróm

Nýjar myndir af söngkonunni ýta undir Ozempic orðróm