fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fókus

Justin Bieber snúinn niður: Lenti í áflogum í Ohio – sjáðu myndbandið

„Not a scratch on this pretty boy“

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 10. júní 2016 09:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Justin Bieber lenti í kröppum dansi í Ohio í Bandaríkjunum á dögunum þegar hann lenti í áflogum við aðdáanda sinn. Svo virðist vera sem Bieber hafi verið nokkuð heitt í hamsi eins og meðfylgjandi myndbönd sýna.

Myndböndin voru tekin á miðvikudagskvöld við hótel sem tónlistarmaðurinn dvaldi á. Á því fyrra má sjá Bieber og annan mann í orðaskaki. Bieber ýtir manninum sem bregst við með því að svara í sömu mynt. Bieber svarar aftur fyrir sig og virðist slá manninn hnefahöggi í andlitið. Maðurinn bregst við með því að taka hressilega á Bieber og snúa hann niður. Maðurinn sem um ræðir er talsvert stærri en Bieber.

TMZ greinir frá því að maðurinn sem lenti í átökum við Bieber heiti Lamont Richmond. Sá birti að minnsta kosti myndband af sér á Facebook þar sem hann segir frá atvikinu. Lamont segir að hann hafi spurt Bieber um eiginhandaáritun fyrir dætur sínar, en fljótlega hafi soðið upp úr. Hann hefur nú eytt færslunni af Facebook-síðu sinni eftir að TMZ fjallaði um hana.

Í frétt Mail Online um atvikið segir að fjöldi áhangenda hafi setið fyrir Bieber við hótelið sem hann dvaldi á og beðið um myndir og eiginhandaáritanir. Bieber var staddur í Ohio til að sjá leik Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors í úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta. Daginn eftir áflogin virtist Bieber í góðu skapi. Hann birti mynd af sér á Instagram þar sem hann sagði: „Not a scratch on this pretty boy“.

Aðeins er mánuður síðan Bieber tilkynnti fylgjendum sínum á Instagram að hann kærði sig ekki um að láta taka myndir af sér með áhangendum. „Þetta er komið á það stig að fólk heilsar mér ekki lengur og tekur mér ekki sem manneskju. Mér líður eins og dýri í dýragarði. Ég vil halda geðheilsunni. Ég átta mig á því að fólk mun verða fyrir vonbrigðum,“ sagði hann.

Justin Bieber er væntanlegur til Íslands í september þar sem hann mun halda tvenna tónleika í Kórnum í Kópavogi.

Myndbönd af atvikinu á miðvikudagskvöld má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sætir harðri gagnrýni fyrir að leyfa 12 ára dóttur sinni að klæðast „óviðeigandi“ fötum

Sætir harðri gagnrýni fyrir að leyfa 12 ára dóttur sinni að klæðast „óviðeigandi“ fötum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aldrei snerta þetta á hótelherberginu – Fyrrverandi hótelþerna lætur allt flakka

Aldrei snerta þetta á hótelherberginu – Fyrrverandi hótelþerna lætur allt flakka
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Það sem Benedikt sagði sem kom upp um áform hans um að biðja Sunnevu

Það sem Benedikt sagði sem kom upp um áform hans um að biðja Sunnevu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Auglýsti eftir fórnarlambi – Fékk svar og framdi ólýsanlegan glæp

Auglýsti eftir fórnarlambi – Fékk svar og framdi ólýsanlegan glæp
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ætlaði að koma kærastanum á óvart – Kom í staðinn upp um stóra lygi

Ætlaði að koma kærastanum á óvart – Kom í staðinn upp um stóra lygi