fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fókus

Giftist óvart kenískum Maasai-stríðsmanni

Ævintýrakonan Katrín Sif Einarsdóttir hefur ferðast til 197 landa þrátt fyrir ungan aldur

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 31. desember 2016 17:00

Ævintýrakonan Katrín Sif Einarsdóttir hefur ferðast til 197 landa þrátt fyrir ungan aldur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er brot úr helgarviðtali DV við Katrínu Sif Einarsdóttur, ævintýrakonu með meiru. Áskrifendur geta lesið viðtalið í heild sinni hér.

„Eitt það skrítnasta sem ég hef lent í er líklega þegar ég giftist óvart Maasai-stríðsmanni í Kenía,“ segir Katrín Sif og skellihlær. Aðdragandinn var sá að Katrín Sif flutti fyrirlestur um vistvæn ferðalög á ráðstefnu í Úganda þar sem verðandi eiginmaður hennar var einnig meðal fyrirlesara. „Ég sagði honum frá því að ég ætlaði að ferðast til Kenía eftir ráðstefnuna og þá vildi hann ólmur taka á móti mér og sýna mér landið sitt.“ Katrín Sif þáði boðið með þökkum og þegar hún kom í rútu til Naíróbí beið maðurinn eftir henni á umferðarmiðstöðinni. Fagnaðarfundir urðu við komu Katrínar og fyrsti viðkomustaður var heimili mannsins á verndarsvæði Massai-fólks.

„Frændi hans var með í för og hann færði mér rauðan kjól og skartgripi sem ég var hvött til þess að klæða mig í þegar við komum á áfangastað,“ segir Katrín Sif. Hún hlýddi því en tvær grímur fóru að renna á hana þegar glæsilegt dansatriði hófst og hún var kynnt fyrir móður mannsins og systur. „Í lok atriðisins var síðan tilkynnt hátt og snjallt að ég og maðurinn værum nú gift,“ segir Katrín Sif og hlær að minningunni. Hún steig fast til jarðar í framhaldinu og kippti lukkulegum eiginmanninum til hliðar þar sem viðræður um tafarlausan skilnað hófust. „Það tók smá tíma að útskýra fyrir honum að ég ætlaði ekki að gerast eiginkona hans. Hann vildi endilega að ég íhugaði málið og gisti í herbergi hans um nóttina. Hann skildi þetta þó að lokum og vildi síðan meina að þetta hafi nú bara verið grín,“ segir Katrín Sif.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Móðurafi minn sem var kennari kenndi mér að lesa þegar ég var fimm ára og eftir það var ég ekki öðrum háð um lestur“

„Móðurafi minn sem var kennari kenndi mér að lesa þegar ég var fimm ára og eftir það var ég ekki öðrum háð um lestur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kim Kardashian fjarlægði myndir af Harry og Meghan

Kim Kardashian fjarlægði myndir af Harry og Meghan
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stórleikari óþekkjanlegur á setti – Umdeildur sökum ásakana um framhjáhald, einelti og áreitni

Stórleikari óþekkjanlegur á setti – Umdeildur sökum ásakana um framhjáhald, einelti og áreitni