fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fókus

Avril Lavigne sakar Mark Zuckerberg um að leggja hljómsveitina Nikelback í einelti

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 24. desember 2016 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadíska söngkonan Avril Lavigne hefur sakað Facebook-frumkvöðulinn Mark Zuckerberg um að leggja rokkhljómsveitina Nikelback í einelti. Lavigne, sem er fyrrum eiginkona forsprakka sveitarinnar Chad Kroeger, skrifaði Zuckerberg bréf sem hún birti á Twitter.

Tilefni bréfskriftanna var sú að í auglýsingu frá Zuckerberg, þar sem gervigreindarþjónninn Jarvis er kynntur til leiks, biður Facebookforstjórinn þjóninn um að spila eitthvað gott lag með Nikelback. Jarvis svarar Zuckerberg á þá leið að það geti hann ekki þar sem ekki er til neitt gott lag með hljómsveitinni.

Bréf Lavigne er svo hljóðandi: „Kæri Mark. Margt fólk notar vörurnar þínar, sumir kunna að meta þær og aðrir ekki. Þú hefur fullan rétt á hafa persónulegan tónlistarsmekk en skot þitt á Nikelback var fyrir neðan beltisstað. Þegar einstaklingur hefur svo sterka rödd eins og þú þá ætti viðkomandi einstaklingur að stíga varlega til jarðar með að níða skóinn af öðru fólki, sérstaklega hef horft er til ástands heimsins í dag,“ segir sú kanadíska. Hún lætur síðan fylgja með myllumerki þar sem fram kemur að fólki eigi að segja nei við einelti, að brandarinn sé gamall og að Nikelback hafi selt yfir 50 milljónir platna.

Þess má geta að orðrómur hefur verið á kreiki um að Kroeger og Lavigne séu að stinga saman nefjum á nýjan leik. Þau voru gift í tvö ár en upp úr hjónabandi þeirra slitnaði í september 2015.

Zuckerberg hefur ekki svarað bréfi Lavigne að svo stöddu en notendur Twitter skemmtu sér konunglega yfir deilunni.

Hér má sjá auglýsinguna umdeildu:

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=ZGLPxEv_EWo&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Manstu eftir tvíburasystrunum úr The Shining? Svona líta þær út í dag

Manstu eftir tvíburasystrunum úr The Shining? Svona líta þær út í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Erna Kristín bætti nýrri rós í hnappagatið – „Í dag er ég þreytt, en líka stolt“

Erna Kristín bætti nýrri rós í hnappagatið – „Í dag er ég þreytt, en líka stolt“