fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fókus

Desember: Dómarar, Birgitta og hnífstunga

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 1. desember 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

1. desember

Brennuvargur handtekinn

Íslensk kona á fertugsaldri er handtekin í tengslum við íkveikju í fjölbýlishúsi við Hafnargötu í Reykjanesbæ. Um er að ræða fyrrverandi sambýliskonu íbúa í húsinu. Átta voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kom upp í þvottahúsi á efstu hæð í þriggja hæða húsi.

2. desember

Birgitta á Bessastaði

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, boðar Birgittu Jónsdóttur, formann Pírata, á Bessastaði. Þar fær hún stjórnarmyndunarumboð forseta og hefja Píratar í kjölfarið viðræður við vinstri flokkana, Bjarta framtíð og Viðreisn. Viðræðunum er slitið tíu dögum síðar.

6. desember

Dómarar áttu bréf

Greint er frá því að fjórir hæstaréttardómarar hafi fyrir hrun átt eignarhluti í Glitni. Það voru þau Eiríkur Tómasson, Ingveldur Einarsdóttir, Árni Kolbeinsson og Markús Sigurbjörnsson. Hlutabréf Markúsar Sigurbjörnssonar, forseta Hæstaréttar, í Glitni og ýmsum sjóðum bankans hlupu á tugum milljóna króna samkvæmt umfjöllun Kastljóss.

7. desember

Hælisleitandi lést

Hælisleitandi hellir yfir sig bensíni og kveikir í, fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Víðinesi. Maðurinn brenndist illa og lést af sárum sínum fimm dögum síðar. Maðurinn var frá Makedóníu en hafði sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi. Mál hans var til meðferðar hjá kærunefnd útlendingamála.

9. desember

Áttu í Landsbankanum

DV greinir frá því að hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson og Eiríkur Tómasson hafi átt hluti í Landsbanka Íslands við fall bankans 3. október árið 2008 og nam samanlagt tap þeirra vegna hlutabréfaeignarinnar á þeim degi rúmlega ellefu milljónum króna. Eiríkur og Viðar Már, sem er jafnframt varaforseti Hæstaréttar, skipuðu báðir fimm manna dóm Hæstaréttar sem dæmdi ýmsa fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn Landsbankans seka um markaðsmisnotkun og/eða umboðssvik í tveimur málum fyrir Hæstarétti í október 2015 og febrúar 2016.

14. desember

Sjómenn í verkfall

Sjómannasamband Ísland, Verkalýðsfélag Vestfirðinga, Sjómannafélag Íslands og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur felldu kjarasamninga í kosningu. Verkfall sjómanna hófst því klukkan 20.00. Sjómenn hafa verið samningslausir frá ársbyrjun 2011.

18. desember

Enginn í haldi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hnífstunguárás í húsakynnum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins við Digranesveg í Kópavogi. Starfsmaðurinn, kona, þar varð fyrir árásinni og fullyrðir að maður með Scream-grímu hafi skorið hann í handlegginn. Konan missti talsvert af blóði. Engar öryggismyndavélar voru á stigaganginum þar sem árásin átti sér stað.

20. desember

27 milljarðar í arð

Hluthafafundur Íslandsbanka tekur ákvörðun um sérstaka greiðslu arðs að fjárhæð 27 milljarðar króna til hluthafa fyrir árslok 2016. Íslenska ríkið er sem kunnugt er eini hluthafi bankans eftir að kröfuhafar Glitnis samþykktu í lok síðasta árs að framselja 95% eignarhlut sinn í bankanum til stjórnvalda.

21. desember

Kæran felld niður

Kæra Gunnars Scheving Thorsteinssonar og ónefnds starfsmanns Nova á hendur Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, aðallögfræðingi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, er felld niður. Telur Lúðvík Bergvinsson, settur héraðssaksóknari í málinu, eftir rannsókn málsins litlar líkur á sakfellingu. Alda segir í yfirlýsingu að ásakanirnar hafi verið fráleitar og að þungbært hafi verið að sitja undir þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig