fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fókus

Brynjar ætlaði að giftast Rihönnu: Viss um að hún biði hans í Viðarási í brúðarkjól

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 7. nóvember 2016 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvenær fæ ég prinsessuna, það var aðalmálið,“ segir Brynjar Orri Oddgeirsson í heimildarþáttaseríunni Bara geðveik. Umsjónarmaður er Lóa Pind og verður fyrsti þáttur sýndur í kvöld á Stöð 2.

Í kvöld segir Brynjar Orri sögu sína en hann er með geðhvörf. Geðhvarfasýki telst til geðrofssjúkdóma þar sem einstaklingurinn missir oft raunveruleikatengsl, fær jafnvel ofskynjanir og ranghugmyndir þegar hann er í örlyndi. Ein af þeim hugmyndum sem gróf sig um í kollinum á Brynjari var að hin heimsfræga söngkona, Rihanna ætti að verða konan hans.

„Hún heitir Robyn og ef þú endurraðar stöfunum kemur Bryn O. Ég heiti Brynjar Orri. Ég var bara já ókei, þetta er hún,“ segir Brynjar og bætir við: „Ég var bara viss um að Rihanna væri að bíða eftir mér í brúðarkjól þegar ég kæmi upp í Viðarás 18.“

Brynjar segir það hafa verið áfall þegar hann uppgötvaði að poppsöngkonan beið ekki eftir honum í stofunni í Viðarási. „Það tók við sjö mánaða innlögn inn á geðdeild.“

Brynjar er nú að fóta sig á ný með aðstoð lyfja. Lóa Pind mun síðan fylgja eftir fimm öðrum einstaklingum og segja sögu þeirra.

Hér má sjá brot úr þættinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ný plata með Laufeyju komin út

Ný plata með Laufeyju komin út
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslandsvinur lést í mótorhjólaslysi

Íslandsvinur lést í mótorhjólaslysi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“