fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fókus

Leggur skærunum eftir hálfa öld á Klapparstíg

Sigurpáll setur rekstur og húsnæði Rakarastofunnar Klapparstíg á sölu – Vonar að einhver taki við keflinu svo stofan nái aldarafmælinu

Ritstjórn DV
Laugardaginn 26. nóvember 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég mun sakna viðskiptavinanna og félagsskaparins en þetta mun allt lifa. Bæði einstaklingarnir og ýmis skemmtileg atvik sem komu upp á þessum tíma,“ segir hárskerameistarinn Sigurpáll Grímsson á Rakarastofunni Klapparstíg. Sigurpáll og stofan standa nú á tímamótum þar sem hann hyggst setjast í helgan stein næsta vor og hefur sett stofuna og húsnæðið á sölu.

Þegar Sigurpáll gengur frá rakarastólnum í vor verða 50 ár síðan hann tók við rekstri Rakarastofunnar Klapparstíg. Það var árið 1967. Þá var stofan á öðrum stað á Klapparstíg en hún hafði verið stofnuð árið 1918 og er að sögn Sigurpáls eitt elsta fyrirtæki landsins. Ef enginn kaupir reksturinn og húsnæðið og heldur áfram að skerða hár á þessum stað gæti því farið svo að ásjóna Klapparstígs síðustu áratuga breytist verulega og rakarastofan leggist af á 99 ára afmæli sínu. Sigurpáll er þó vongóður um að einhver taki við keflinu og fylli öldina og rúmlega það.

„Við skulum bara vona að það gerist ekki þetta leggist. Vonandi tekur einhver við keflinu.“

Sigurpáll, sem orðinn er 71 árs, segir að hann sé kominn á tíma og þetta sé komið gott að sinni. Hann segir að hann eigi erfitt með að setja sig í þau spor sem hann er í, að vera að láta af störfum eftir að hafa klippt hár og rakað skegg í hálfa öld.

„Þetta verður mikil breyting. En þegar maður er búinn að standa vaktina í 50 ár og vel það þá er maður búinn að skila sínu til þjóðfélagsins, ef svo má segja. Reka fyrirtæki og skaffa vinnu, þetta hefur verið mjög gott.“

Í dag starfa sjö manns á stofunni en þegar mest var störfuðu þar ríflega 30 að sögn Sigurpáls. „Líklega helmingur voru nemendur sem komu ofan úr skóla þannig að við tókum hálfan bekkinn og mikill fjöldi sem útskrifaðist hjá okkur á þessu tímabili. Fjórði hver fór og setti upp stofu, bæði úti á landi og hérna, þannig að þetta hefur smitað út frá sér.“

Alltaf hefur Sigurpáll átt sína fastakúnna og hann hefur mátt tileinka sér og aðlagast ótal tískustraumum og stefnum síðastliðin 50 ár. Rakarastofur verða oft eins og félagsmiðstöðvar þar sem fólk kemur saman, ræðir málin og vinabönd verða til. Þegar hann gengur sáttur frá stólnum eftir hálfa öld á Klapparstígnum segir Sigurpáll að hann muni taka minningarnar og vinskapinn með sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Ragnhildur segir að við viljum ekki vera þessi týpa

Ragnhildur segir að við viljum ekki vera þessi týpa
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jennifer og Ben taka óvænta ákvörðun ári eftir skilnað

Jennifer og Ben taka óvænta ákvörðun ári eftir skilnað