Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, skellti sér í skemmtiferð til New York-borgar á fimmtudag eða á sama tíma og upp úr stjórnarmyndunarviðræðum hennar flokks, Viðreisnar, Pírata, Samfylkingar og Vinstri grænna voru að slitna. Þingkonan fór með stórum vinkvennahópi og á Facebook mátti sjá þær skála í bjór og kampavíni í Leifsstöð. Slapp hún því við hasarinn á Alþingi en hún er einn af aðeins tveimur þingmönnum Bjartrar framtíðar sem eru með þingreynslu.