Þingkonan fyrrverandi Katrín Júlíusdóttir segir það fljótt geta komist upp í vana að drekka te og horfa á sakamálasjónvarpsstöðina Investigation Discovery á daginn þegar börn hennar eru farin í skóla. Þetta viðurkennir hún á Twitter-síðu sinni og bendir þar á að hún eigi eftir eina viku af fríi. Katrín hætti á þingi fyrir síðustu alþingiskosningar í lok október og byrjar fljótlega í nýju starfi framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja. Ekki kom fram í Twitter-færslunni hvort hún taki tebollann með í vinnuna.