fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fókus

Snorra langar að dansa við lík

„Ég er að biðla til deyjandi manns um að taka þátt í þessu verkefni“

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 24. nóvember 2016 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Maður lifði háskalegu lífi, alveg á barminum, í algjöru hömluleysi og ævintýrin eftir því. Að ná 50 ára aldri er því heilmikill áfangi og ég fagna því,“ segir listamaðurinn Snorri Ásmundsson sem hélt upp á fimmtugsafmælið sitt þann 13 nóvember síðastliðinn.

Í einlægu viðtali við Akureyri vikublað greinir Snorri frá ýmsu sem á daga hans hefur drifið síðustu ár og áratugi. Um áramótin verða 16 ár frá því að Snorri hætti að drekka áfengi og reykja tóbak.

„Ég á mjög fallegt og skemmtilegt líf sem væri það ekki ef ég væri að drekka áfengi. Mér finnst sorglegt að áfengi sé samþykkt og samþykkara en önnur vímuefni. Það ætti að leyfa öll vímuefni eða bara banna þetta allt. Ég upplifði þá áþján að vera háður efnum, hvort sem það var áfengi eða vímuefni,“

Snorri kveðst aldrei hafa borið mikla virðingu fyrir yfirvaldi eða þeim sem eru að reyna að stjórna manni eða kenna. Það segir hann helstu ástæðuna fyrir því að hann er ekki langskólagenginn.

Föðurmissir breytti lífssýninni

Faðir Snorra, lögmaðurinn Ásmundur Steinar Jóhannsson, lést árið 2000.

„Pabbi var fróður, skemmtilegur og ótrúlega góður maður og talsmaður þeirra sem voru minni máttar. Hann tók mig á beinið ef ég var í einhverju hrokakasti og talaði niður til þeirra sem minna máttu sín. Hann var stórkostlegur maður en hann dó úr alkóhólisma. Eftir að hann lést held ég að við systkinin höfum öll gert okkur grein fyrir þessu geni í okkur og við hættum, eitt af öðru, að nota áfengi. Við erum öll bindindisfólk í dag og fyrir vikið er lífið og samskiptin miklu þægilegri og fallegri. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir það og monta mig oft af fjölskyldunni minni og er mjög stoltur af henni.“

Hætti við framboð

Snorri bauð sig fram í embætti forseta Íslands árið 2004. Hann dró framboðið hinsvegar tilbaka og sagði í yfirlýsingu að ekki þyrfti mikið innsæi til að sjá að kosningarnar yrðu eintómur skrípaleikur. Sjálfsvirðingar sinnar vegna gæti hann ekki samþykkt að taka þátt í slíkum sirkus.

Í viðtalinu við Akureyri vikublað segir Snorri. „Ég get kveikt í meðvirkni þeirra sem þykir vænt um mig eins og þegar ég kynnti framboð til forseta Íslands. Þá höfðu sumir áhyggjur af mér og þá ekki síst almenningsálitinu, en það góða við hrokann er að mér er alveg sama um almenningsálitið. Mér er slétt sama hvernig fólk upplifir mig og það er ekki mitt mál.“

Langar að dansa við lík

Snorri segist vera með ýmis verk sem hann sé að vinna að eða eigi eftir að klára. Þar á meðal að finna lík til að dansa við.

„Ég vona að það takist því mig langar mjög mikið að gera þetta og held að það verði fyndið, skemmtileg, óhuggulegt og fallegt. Samt má segja að verkinu sé að einhverju leyti lokið þótt það hafi ekki enn verið framkvæmt því umtalið hefur farið svo víða. Í fyrra birtust greinar í erlendum listtímaritum og heimsblöð- unum auk þess sem Ríkisútvarpið fékk álit presta sem ákváðu að ég ætlaði að gera eitthvað ósiðlegt við líkin. Ég er að biðla til deyjandi manns um að taka þátt í þessu verkefni en ég mun aldrei nota líkamann í eitthvert flipp. Mig langar að „dokumenta“ ferlið og samtalið svo fjölskylda og vinir geti séð að þetta sé allt gert af virðingu og í sameiningu og sá sem gefur lík sitt viti í hvað hann er að gefa líkama sinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hanna Kristín og Atli Freyr orðin hjón

Hanna Kristín og Atli Freyr orðin hjón
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ástarævintýri Katy Perry og Justin Trudeau á enda?

Ástarævintýri Katy Perry og Justin Trudeau á enda?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“