fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fókus

Hildur Eir treystir sér ekki í Bónus

„Stundum get ég ekki meir“

Kristín Clausen
Mánudaginn 21. nóvember 2016 13:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það kann að vera að eitthvert ykkar hafi einhvern tíma veitt mér athygli þar sem ég hef setið út í kyrrstæðum bíl framan við Bónus í Naustahverfi eins og óþekkur krakki sem fær ekki að koma með í búðina, svolítið skömmustuleg á svip.“

Fóðrum sjálfskaparvítið

Á þessum orðum hefst einlægur pistill Hildar Eirar Bolladóttur, prests í Akureyrarkirkju, þar sem hún tjáir sig opinskátt um streitu og um það sjálfskaparvíti sem við erum alltof gjörn á að fóðra með tilætlunarsemi og dómhörku okkar í eigin garð.

„Sannleikurinn er sá að stundum er ég búin að umgangast svo margt fólk yfir daginn að ég get ekki meir, kemst hreinlega ekki inn í búðina og sit því með skömmustulegan svip út í bíl og hlusta á útvarpið meðan eiginmaðurinn kaupir í matinn.“

Hildur segir þetta sjálfskaparvíti sem hafi ekkert með annað fólk að gera.

„Það er ekki eins og Hagi hafi ráðið mig til að vera með grínuppistand í mjólkurkælinum í Bónus í hvert sinn sem ég stíg þangað inn. Ég man heldur ekki til þess að hafa verið beðin um eiginhandaráritun við dömubindarekkann eða spurð hvort ég geti sagt börnunum Biblíusögu í sælgætisdeildinni.“

Velur frekar að sitja úti í bíl

Ástæðan fyrir því að Hildur situr í bílnum, í stað þess að fara inn í verslunina, er þreyta eftir að hafa gefið af sér yfir daginn. Hildi finnst hún ekki geta farið inn í búðina án þess að vera upp á sitt besta, geta haldið andliti, verið glöð og gefandi.

Þar sem hún getur það ekki alltaf velur hún frekar að fara ekki inn í aðstæðurnar heldur sitja úti í bíl.

„Eru þetta skynsamleg viðbrögð hjá mér? Stutta svarið er. Nei. Þetta er hins vegar algengara en þig grunar, ekki síst hjá fólki sem gegnir einhverjum opinberum störfum, þetta er einfaldlega sjálfssköpuð streita.“

er prestur í Akureyrarkirkju
Hildur Eir er prestur í Akureyrarkirkju

Mynd: © Rakel Ósk Sigurðardóttir © Rakel Ósk Sigurðardóttir

Hildur bendir á að við sjálf setjum okkur skorður eða markmið og hættum ekki fyrr en skorðurnar eða markmiðin eða viðmiðin eru farin að flengja okkur með vendi svo blæðir undan í taugakerfinu.

Hverjum er ekki sama?

„Hverjum er ekki sama þótt ég fari þreytt og illa upplögð inn í Bónus eða jafnvel á jólabasar í Hofi? Jú nákvæmlega öllum, nema mér með mín óraunhæfu viðmið um að eiga alltaf að vera upp á mitt besta. Kannastu við þetta? Já ég hélt það nefnilega, þess vegna áræddi ég að játa vanmátt minn, jú svona eina ferðina enn.“

Þá segir Hildur að í takt við vinsældir þessa að ræða þátt samfélagsmiðla í aukinni streitu nútímamannsins þá telur hún að þar séum við líka farin að kenna egginu um að hænan hafi verpt á flísarnar og það brotnað.

„Það er auðvitað ekki Facebook að kenna ef þér finnst ekki nógu fínt heima hjá þér eða þú ekki nógu lífræn í matarræðinu eða ættir samkvæmt sektarkenndinni að vera búin að ljúka MA námi í öllum greinum sem í boði eru við Háskólann á Akureyri, Hólaskóla og Bifröst, heldur þinni eigin órafrænu sjálfsandúð.“

Heilræði Hildar í þessu samhengi snýr að því að hugsa út í hvað við viljum eyða tíma okkar í.

Jesú verkjar í hjartað af ást

„Elsku þú, veistu að þegar þú fæddist, slímugur, grenjandi og nakinn og jafnvel búinn að kúka í legvatnið, þá varstu elskaður og elskuð, ekki bara af foreldrum þínum heldur öðru fólki sem beið þess að þú kæmir í heiminn svo það gæti umfaðmað þig og svo auðvitað af Guði sem mun alltaf sjá þig sem þetta slímuga, grenjandi barn þegar hann horfir á þig og verkjar í hverja frumu af ást til þín.“

Hildur bendir á að það skipti ekki máli hvað þú heitir eða gerir.

„Jesú verkjar í hjartað af ást á meðan þér finnst þú ekki vera nóg, er það ekki skrýtið? En ef þú varst ekki nóg þegar þú fæddist hvenær heldurðu þá að komi að því kæri vinur?
Nei ég spyr bara vegna þess að fram til þinnar hinstu stundar hér á jörðu muntu alltaf geta fundið eitthvað til að valda þér vonbrigðum, eitthvað sem spennir streitubogann örlítið hærra, þetta er bara spurning um í hvað þú vilt eyða tíma þínum af því að það er enginn að biðja þig um þetta og allra síst þeir sem elska þig af öllu hjarta, allt til enda veraldar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hanna Kristín og Atli Freyr orðin hjón

Hanna Kristín og Atli Freyr orðin hjón
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ástarævintýri Katy Perry og Justin Trudeau á enda?

Ástarævintýri Katy Perry og Justin Trudeau á enda?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“