Brynjar Níelsson segir margt líkt með aðalpersónum Poldark og vinstri mönnum
Þingmanninum Brynjari Níelssyni þykir ekki mikið til bresku sjónvarpsþáttanna Poldark koma. Sjálfstæðismaðurinn sagði í Facebook-færslu í vikunni að það væri eins og allar aðalpersónur þáttanna glími við alvarlegt harðlífi og eigi erfitt með að kreista fram bros. „Að þessu leyti eru aðalpersónurnar ekki ólíkar mörgum vinstri mönnum þessa dagana,“ sagði Brynjar. Þættirnir eru sýndir á RÚV og fer Heiða Rún Sigurðardóttir með eitt af aðalhlutverkunum.