Þú verður alltaf rukkaður fyrir að fá það, segir Bubbi um Adult Friend Finder-lekann
Sú uppljóstrun að tíu þúsund íslensk netföng væru á meðal þeirra hundruð þúsunda sem hakkarar komust yfir á skyndikynnasíðunni Adult Friend Finder vakti töluverða athygli í vikunni.
Þrátt fyrir að hakkararnir hafi gefið það út að gagnagrunnurinn verði ekki aðgengilegur almenningi enn um sinn þá er ljóst að einhverjir skulfu á beinunum eftir Ashley Madison-lekann í fyrra. Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens deilir frétt af málinu á Twitter-síðu sinni og sér það ljóðræna í hneykslinu:
„Fegurð greddunnar, þú verður alltaf rukkaður fyrir að fá það.“